Lífið

Kvennapókermót á Gullöldinni í dag

Svava í 17 er ein þeirra sem skráð er til leiks í miklu kvennapókermóti sem haldið verður í dag.
Svava í 17 er ein þeirra sem skráð er til leiks í miklu kvennapókermóti sem haldið verður í dag.

„Það er allt að gerast. Nokkrar flottustu konur landsins ætla að mæta. Það er bullandi áhugi fyrir þessu," segir Davíð Rúnarsson, knattspyrnu- og pókermaður.

Í gær - kvenréttindadaginn - þegar Fréttablaðið heyrði í Davíð var hann í óðaönn að undirbúa sérstakt kvennapókermót sem á að fara fram klukkan tvö í dag á Gullöldinni í Grafarvogi. „Þarna verða þekktustu fótboltastjörnur landsins, söngkonur og tískudrottningar: DJ Sóley, Svava Johansen kennd við 17, Alexandra Helga Ívarsdóttir, sem var Ungfrú Ísland í fyrra, og nokkrar sem tóku þátt í Ungfrú Ísland í ár," segir Davíð. Mótið er lokað karlmönnum sem þó mega koma og horfa á.

Ekki er algengt að konur taki þátt í pókermótum. Að sögn Davíðs eru kannski um tíu sem leggja stund á póker hér á landi. „Venjulega er þetta þannig að konur gefa spilin og við spilum. En nú ætlum við að fá einhverja heita „hönka" til að gefa og þær spila til tilbreytingar." Í gær var kvenréttindadagurinn haldinn hátíðlegur en í dag fer Kvennahlaupið fram og Davíð telur upplagt að þær hlaupi, komi svo til að fá sér einn kaldan og spila póker.

Davíð, sem spilar fótbolta með úrvalsdeildarliði Þróttar, skipuleggur pókermót í frístundum. Og á Glóðinni í Keflavík er verið að koma upp pókerbækistöð sem Davíð aðstoðar við að koma á koppinn. Ætlunin er að vera með föst pókermót öll fimmtu- og föstudagskvöld. Í gærkvöldi mættu handboltakempurnar Logi Geirsson, Aron Pálmarsson og Sigfús Sigurðsson til að keppa sín á milli og við aðra í póker.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.