Erlent

63 létust í bílasprengju

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/AP

Að minnsta kosti 63 létust og tvöhundruð særðust þegar bílasprengja sprakk utan við mosku Sjíta múslima í borginni Kirkuk í norðanverðu Írak í gær. Sprengjan er sú mannskæðasta í tæpa tvo mánuði.

Tilræðið átti sér stað um hádegisbilið þegar fólk var á leið út úr moskunni að loknum hádegisbænum. Moskan gjöreyðilagðist, rétt eins og nokkur hús í nágrenninu. Ekki er útilokað að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða.

Ófriðlegt hefur verið í borginni um langt skeið og spenna milli trúarhópa mikil.

Tilræðið kom aðeins örfáum klukkustundum í kjölfar þess að forsætisráðherra Íraks krafðist þess að Bandaríkjamenn yfirgæfu írakskar borgir fyrir mánaðarlok. Margir hafa áhyggjur af því að írakskir varðliðar séu ekki í stakk búnir til að taka við öryggisgæslu í landinu og þykja árásir á borð við þessa ýta undir slíkar vangaveltur.

Fréttastofa AP greindi frá þessu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×