Fáir styðja núverandi stjórn 24. janúar 2009 08:00 Núverandi ríkisstjórn er mjög óvinsæl, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Bæði er það að ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, eru að tapa fylgi hvort sem litið er til síðustu könnunar eða síðustu alþingiskosninga. Hins vegar segjast einungis 20,3 prósent styðja núverandi ríkisstjórn, en stuðningur við ríkisstjórnina var 71,9 prósent í febrúar fyrir tæpu ári. Samfylking hrynurEins og sjá má á grafinu hér fyrir ofan hrynur fylgi Samfylkingar frá síðustu könnun blaðsins, sem var þann 22. nóvember á síðasta ári. Þá sögðust 33,6 prósent kjósa flokkinn, en fylgið mælist nú 19,2 prósent og er samkvæmt því minni en bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur. Fylgi flokksins hefur ekki mælst jafnlítið í könnunum Fréttablaðsins síðan í mars 2007. Kosningar voru tveimur mánuðum síðar. Væru þetta niðurstöður kosninga myndi flokkurinn fá þrettán þingmenn kosna, fimm færri en í síðustu alþingiskosningum. Mesta fylgistapið, frá síðustu könnun, er meðal kvenna, og hefur önnur hver kona yfirgefið flokkinn frá síðustu könnun. Þá hefur nær annar hver kjósandi á landsbyggðinni fært stuðning sinn annað. Framsóknarflokkur rísÁ sama tíma og Samfylking sígur, rís Framsóknarflokkurinn undir stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í síðustu könnun blaðsins var fylgi flokksins einungis 6,3 prósent en rís nú upp í 16,8 prósent og hefur ekki verið meira í könnunum blaðsins síðan í okóber 2003. Einn og hálfur kjósandi, fyrir hvern þann sem fyrir var hefur bæst við hópinn frá því í lok nóvember. Samkvæmt þessu fengi flokkurinn tólf þingmenn en sjö þingmenn sitja nú á þingi fyrir hönd flokksins. Framsóknarflokkurinn sækir aðallega fram í þeim hópum sem Samfylkingin tapar fylgi í; meðal kvenna og íbúa á landsbyggðinni. Þá eykst stuðningurinn á landsbyggðinni úr 3,5 prósent í 23,6 prósent. Aukingin á höfuðborgarsvæðinu er lítilsháttar. Vinstri grænir stærstir32,6 prósent segjast nú myndu kjósa Vinstri græn og fengi flokkurinn 23 þingmenn. Vinstri græn yrðu því stærsti flokkurinn á þingi með átta þingmönnum fleiri en Sjálfstæðsflokkurinn. Þingmenn Vinstri grænna eru nú níu. Í síðustu könnun blaðsins sögðust 27,8 prósent myndu kjósa Vinstri græn og hefur flokkurinn því bætt við sig rúmlega þremur prósentustigum síðan þá. Mestu bætir flokkurinn við sig á höfuðborgarsvæðinu, tæplega níu prósentustigum. Tíu færri sjálfstæðisþingmennFylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna í könnunum Fréttablaðsins en nú. Flokkurinn hefur hægt og sígandi tapað fylgi frá í febrúar á síðasta ári, án þess að ná að rétta sig af. 22,1 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn og fengi flokkurinn 15 þingmenn eða tíu þingmönnum færri kjörna en eru nú, væru þetta niðurstöður kosninga. Í síðustu könnun sögðust 24,8 prósent kjósa flokkinn, þannig að munurinn er ekki mikill. Helst er það á höfuðborgarsvæðinu sem sjást einhverjar sveiflur og stuðningur hefur dregist saman um tæp fimm prósentustig, úr 26 í 21 prósent. Frjálslyndir standa í stað og aðrir3,7 segjast nú myndu kjósa Frjálslynda flokkinn og fengi hann því ekki þingmann kjörinn samkvæmt 5,0 prósenta jöfnunarmannareglu. í nóvember sögðust 4,3 prósent myndu kjósa flokkinn. Flugið sem Frjálslyndir náðu um mitt síðasta ár virðist því lokið, í bili að minnsta kosti. 5,5 segjast myndu kjósa einhvern annan en þá flokka sem nú eru á alþingi. Flestir sögðust vilja kjósa eitthvað nýtt framboð eða einstaklingskjör. Þrátt fyrir að „annað" nái yfir fimm prósenta markið, eru kjósendur ekki sammála um hverjir þessir „aðrir" eru og því ekki hægt að úthluta á þá þingmenn. Fáir taka afstöðuMjög fáir tóku afstöðu í könnuninni, eða einungis 47,5 prósent af þeim 800 sem tóku þátt. Ef litið er á allan hópinn sögðust 12,3 prósent að þeir myndu ekki kjósa eða skila auðu. 36,4 prósent voru óákveðin og 3,9 prósent neituðu að svara spurningunni. Fáir stuðningsmenn eftirSamanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna nú 41,3 prósent og ríkisstjórnarflokkarnir myndu því fá 28 þingmenn sem dugar ekkifyrir þingmeirihluta. Flokkarnir hafa nú 43 þingmenn af 63. Lítið fylgi stjórnarflokkanna endurspeglast í litlum stuðningi við ríkisstjórnina. Einungis 20,3 prósent styðja nú ríkisstjórnina, en stuðningurinn mældist 31,6 prósent í nóvember. Hefur stuðningurinn dalað verulega frá því í febrúar 2008 þegar 71,9 prósent studdu stjórnina. Lítill munur er á stuðningi við stjórnina eftir búsetu eða kyni. Þó er aðeins meiri andstaða við ríkisstjórn meðal kvenna og á landsbyggðinni. Sjálfstæðismenn skera sig úr og styður mikill meirihluti þeirra ríkisstjórnina, eða 81,8 prósent þeirra. Einungis 28,3 prósent kjósenda Samfylkingarinnar styðja hana hins vegar. Allir kjósendur Vinstri grænna eru stjórninni mótfallnir og 93,2 prósent kjósenda Framsóknarflokksins. Vilja þjóðstjórnFlestir af þeim sem afstöðu tóku til þess hvernig ríkisstjórn væri æskileg fram að kosningum sögðust vilja þjóðstjórn, eða 45,1 prósent. Stuðningur við þjóðstjórn er mestur meðal þeirra sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa, eða 55,2 prósent. Næstflestir vilja áframhaldandi stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eða 25,3 prósent. Það eru því fleiri sem vilja áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf en styðja núverandi ríkisstjórn. 18,2 prósent segjast vilja ríkisstjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna, og eru þá teknir saman þeir sem vildu ýmist ríkisstjórn þessara þriggja flokka eða ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, enda myndi síðarnefnda ríkisstjórnin ekki halda velli nema að vera varin af Framsóknarflokknum. Nokkur munur er á afstöðu eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Rúm 29 prósent framsóknarfólks vill ríkisstjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna en 40 prósent vilja þjóðstjórn. Tæp 66 prósent sjálfstæðismanna vilja áframhaldandi samstarf núverandi stjórnar, sem er minni stuðningur en við núverandi stjórn. Kjósendur Samfylkingar eru skiptir á milli núverandi samstarfs, þjóðstjórnar eða ríkisstjórnar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Vinstri grænir vilja þjóðstjórn eða samstarf Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknar. Þeir sem ekki gefa upp stuðning vilja flestir þjóðstjórn eða áframhaldandi ríkisstjórn. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 22. janúar og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Þá hafði Geir H. Haarde ekki enn lýst því yfir að hann vildi boða til kosninga í byrjun maí og að hann myndi ekki bjóða sig aftur fram til formanns Sjálfstæðisflokksins vegna veikinda. Spurt var; Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? og tóku 47,5 prósent afstöðu til spurningarinnar. Þá var spurt; Styður þú ríkisstjórnina og tóku 92,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. Einnig var spurt; Hvaða ríkisstjórn vilt þú fram að næstu kosningum? 77,0 prósent tóku afstöðu til þeirrar spurningar. Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Núverandi ríkisstjórn er mjög óvinsæl, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Bæði er það að ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, eru að tapa fylgi hvort sem litið er til síðustu könnunar eða síðustu alþingiskosninga. Hins vegar segjast einungis 20,3 prósent styðja núverandi ríkisstjórn, en stuðningur við ríkisstjórnina var 71,9 prósent í febrúar fyrir tæpu ári. Samfylking hrynurEins og sjá má á grafinu hér fyrir ofan hrynur fylgi Samfylkingar frá síðustu könnun blaðsins, sem var þann 22. nóvember á síðasta ári. Þá sögðust 33,6 prósent kjósa flokkinn, en fylgið mælist nú 19,2 prósent og er samkvæmt því minni en bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur. Fylgi flokksins hefur ekki mælst jafnlítið í könnunum Fréttablaðsins síðan í mars 2007. Kosningar voru tveimur mánuðum síðar. Væru þetta niðurstöður kosninga myndi flokkurinn fá þrettán þingmenn kosna, fimm færri en í síðustu alþingiskosningum. Mesta fylgistapið, frá síðustu könnun, er meðal kvenna, og hefur önnur hver kona yfirgefið flokkinn frá síðustu könnun. Þá hefur nær annar hver kjósandi á landsbyggðinni fært stuðning sinn annað. Framsóknarflokkur rísÁ sama tíma og Samfylking sígur, rís Framsóknarflokkurinn undir stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í síðustu könnun blaðsins var fylgi flokksins einungis 6,3 prósent en rís nú upp í 16,8 prósent og hefur ekki verið meira í könnunum blaðsins síðan í okóber 2003. Einn og hálfur kjósandi, fyrir hvern þann sem fyrir var hefur bæst við hópinn frá því í lok nóvember. Samkvæmt þessu fengi flokkurinn tólf þingmenn en sjö þingmenn sitja nú á þingi fyrir hönd flokksins. Framsóknarflokkurinn sækir aðallega fram í þeim hópum sem Samfylkingin tapar fylgi í; meðal kvenna og íbúa á landsbyggðinni. Þá eykst stuðningurinn á landsbyggðinni úr 3,5 prósent í 23,6 prósent. Aukingin á höfuðborgarsvæðinu er lítilsháttar. Vinstri grænir stærstir32,6 prósent segjast nú myndu kjósa Vinstri græn og fengi flokkurinn 23 þingmenn. Vinstri græn yrðu því stærsti flokkurinn á þingi með átta þingmönnum fleiri en Sjálfstæðsflokkurinn. Þingmenn Vinstri grænna eru nú níu. Í síðustu könnun blaðsins sögðust 27,8 prósent myndu kjósa Vinstri græn og hefur flokkurinn því bætt við sig rúmlega þremur prósentustigum síðan þá. Mestu bætir flokkurinn við sig á höfuðborgarsvæðinu, tæplega níu prósentustigum. Tíu færri sjálfstæðisþingmennFylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna í könnunum Fréttablaðsins en nú. Flokkurinn hefur hægt og sígandi tapað fylgi frá í febrúar á síðasta ári, án þess að ná að rétta sig af. 22,1 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn og fengi flokkurinn 15 þingmenn eða tíu þingmönnum færri kjörna en eru nú, væru þetta niðurstöður kosninga. Í síðustu könnun sögðust 24,8 prósent kjósa flokkinn, þannig að munurinn er ekki mikill. Helst er það á höfuðborgarsvæðinu sem sjást einhverjar sveiflur og stuðningur hefur dregist saman um tæp fimm prósentustig, úr 26 í 21 prósent. Frjálslyndir standa í stað og aðrir3,7 segjast nú myndu kjósa Frjálslynda flokkinn og fengi hann því ekki þingmann kjörinn samkvæmt 5,0 prósenta jöfnunarmannareglu. í nóvember sögðust 4,3 prósent myndu kjósa flokkinn. Flugið sem Frjálslyndir náðu um mitt síðasta ár virðist því lokið, í bili að minnsta kosti. 5,5 segjast myndu kjósa einhvern annan en þá flokka sem nú eru á alþingi. Flestir sögðust vilja kjósa eitthvað nýtt framboð eða einstaklingskjör. Þrátt fyrir að „annað" nái yfir fimm prósenta markið, eru kjósendur ekki sammála um hverjir þessir „aðrir" eru og því ekki hægt að úthluta á þá þingmenn. Fáir taka afstöðuMjög fáir tóku afstöðu í könnuninni, eða einungis 47,5 prósent af þeim 800 sem tóku þátt. Ef litið er á allan hópinn sögðust 12,3 prósent að þeir myndu ekki kjósa eða skila auðu. 36,4 prósent voru óákveðin og 3,9 prósent neituðu að svara spurningunni. Fáir stuðningsmenn eftirSamanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna nú 41,3 prósent og ríkisstjórnarflokkarnir myndu því fá 28 þingmenn sem dugar ekkifyrir þingmeirihluta. Flokkarnir hafa nú 43 þingmenn af 63. Lítið fylgi stjórnarflokkanna endurspeglast í litlum stuðningi við ríkisstjórnina. Einungis 20,3 prósent styðja nú ríkisstjórnina, en stuðningurinn mældist 31,6 prósent í nóvember. Hefur stuðningurinn dalað verulega frá því í febrúar 2008 þegar 71,9 prósent studdu stjórnina. Lítill munur er á stuðningi við stjórnina eftir búsetu eða kyni. Þó er aðeins meiri andstaða við ríkisstjórn meðal kvenna og á landsbyggðinni. Sjálfstæðismenn skera sig úr og styður mikill meirihluti þeirra ríkisstjórnina, eða 81,8 prósent þeirra. Einungis 28,3 prósent kjósenda Samfylkingarinnar styðja hana hins vegar. Allir kjósendur Vinstri grænna eru stjórninni mótfallnir og 93,2 prósent kjósenda Framsóknarflokksins. Vilja þjóðstjórnFlestir af þeim sem afstöðu tóku til þess hvernig ríkisstjórn væri æskileg fram að kosningum sögðust vilja þjóðstjórn, eða 45,1 prósent. Stuðningur við þjóðstjórn er mestur meðal þeirra sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa, eða 55,2 prósent. Næstflestir vilja áframhaldandi stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eða 25,3 prósent. Það eru því fleiri sem vilja áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf en styðja núverandi ríkisstjórn. 18,2 prósent segjast vilja ríkisstjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna, og eru þá teknir saman þeir sem vildu ýmist ríkisstjórn þessara þriggja flokka eða ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, enda myndi síðarnefnda ríkisstjórnin ekki halda velli nema að vera varin af Framsóknarflokknum. Nokkur munur er á afstöðu eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Rúm 29 prósent framsóknarfólks vill ríkisstjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna en 40 prósent vilja þjóðstjórn. Tæp 66 prósent sjálfstæðismanna vilja áframhaldandi samstarf núverandi stjórnar, sem er minni stuðningur en við núverandi stjórn. Kjósendur Samfylkingar eru skiptir á milli núverandi samstarfs, þjóðstjórnar eða ríkisstjórnar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Vinstri grænir vilja þjóðstjórn eða samstarf Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknar. Þeir sem ekki gefa upp stuðning vilja flestir þjóðstjórn eða áframhaldandi ríkisstjórn. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 22. janúar og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Þá hafði Geir H. Haarde ekki enn lýst því yfir að hann vildi boða til kosninga í byrjun maí og að hann myndi ekki bjóða sig aftur fram til formanns Sjálfstæðisflokksins vegna veikinda. Spurt var; Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? og tóku 47,5 prósent afstöðu til spurningarinnar. Þá var spurt; Styður þú ríkisstjórnina og tóku 92,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. Einnig var spurt; Hvaða ríkisstjórn vilt þú fram að næstu kosningum? 77,0 prósent tóku afstöðu til þeirrar spurningar.
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira