Fagnar frekar en að syrgja MJ 7. júlí 2009 07:00 Unglingsár Páls Óskars eru lituð af tónlist Michaels Jackson. Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að fagna lífi og list Michaels Jackson á Nasa á laugardagskvöld. Til þess hefur hann fengið með sér hljómsveitina Jagúar, Alan Jones og Seth Sharp auk Yesmine og danshóps hennar. Allur ágóði kvöldsins rennur til Barnaspítala Hringsins, en miðaverð er 2.000 krónur. „Mig langar að gera þetta fyrir Michael Jackson. Ég held að þetta sé rétta leiðin til að fagna lífi og starfi þessa manns. Þetta verður svolítið eins og mexíkósk jarðarför, þar sem lífi er fagnað frekar en að fólk drekki sér í sorg og sút,“ segir Páll. „Þessi maður var svo drekkhlaðinn hæfileikum og það var svo mikið líf, bara ísöngröddinni hans. Hann var einn af þeim fáu sem tókst að færa þetta líf úr söngröddinni og yfir í skrokkinn í dönsunum sínum. Allar aðrar poppstjörnur líta út eins og viðvaningar við hliðina á honum.“ Þá segir Páll hann brautryðjanda hvað varðar upptökur, útsetningar, tónlistarmyndbönd og umgjörð tónleika. Plötur Jacksons voru áberandi á unglingsárum Páls. „Ég tengdi best við Off the Wall-plötuna. Svo toppaði hann sjálfan sig á Thriller, og Bad var pottþétt leið til að fylgja henni eftir. Svo fer að síga á ógæfuhliðina þegar menningarfyrirbærið Michael Jackson er orðið stærra en manneskjan.“ Páll segir Jackson alltaf hafa verið lítið barn. „Ég er þeirrar trúar að hann hafi ekki stundað kynlíf. Réttargeðlæknirinn sem tók viðtöl við hann 1995 skilaði inn skýrslu þess efnis að Michael hefði þroska á við tíu ára barn. Fólk furðar sig stundum á því í hverju snilldin fólst, en við megum ekki gleyma því að það eru til tíu ára börn sem eru músíkséní. Hann var séní strax sex ára.“ Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að fagna lífi og list Michaels Jackson á Nasa á laugardagskvöld. Til þess hefur hann fengið með sér hljómsveitina Jagúar, Alan Jones og Seth Sharp auk Yesmine og danshóps hennar. Allur ágóði kvöldsins rennur til Barnaspítala Hringsins, en miðaverð er 2.000 krónur. „Mig langar að gera þetta fyrir Michael Jackson. Ég held að þetta sé rétta leiðin til að fagna lífi og starfi þessa manns. Þetta verður svolítið eins og mexíkósk jarðarför, þar sem lífi er fagnað frekar en að fólk drekki sér í sorg og sút,“ segir Páll. „Þessi maður var svo drekkhlaðinn hæfileikum og það var svo mikið líf, bara ísöngröddinni hans. Hann var einn af þeim fáu sem tókst að færa þetta líf úr söngröddinni og yfir í skrokkinn í dönsunum sínum. Allar aðrar poppstjörnur líta út eins og viðvaningar við hliðina á honum.“ Þá segir Páll hann brautryðjanda hvað varðar upptökur, útsetningar, tónlistarmyndbönd og umgjörð tónleika. Plötur Jacksons voru áberandi á unglingsárum Páls. „Ég tengdi best við Off the Wall-plötuna. Svo toppaði hann sjálfan sig á Thriller, og Bad var pottþétt leið til að fylgja henni eftir. Svo fer að síga á ógæfuhliðina þegar menningarfyrirbærið Michael Jackson er orðið stærra en manneskjan.“ Páll segir Jackson alltaf hafa verið lítið barn. „Ég er þeirrar trúar að hann hafi ekki stundað kynlíf. Réttargeðlæknirinn sem tók viðtöl við hann 1995 skilaði inn skýrslu þess efnis að Michael hefði þroska á við tíu ára barn. Fólk furðar sig stundum á því í hverju snilldin fólst, en við megum ekki gleyma því að það eru til tíu ára börn sem eru músíkséní. Hann var séní strax sex ára.“
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira