Hundinum Dímon finnst skemmtilegast að spranga 7. júlí 2009 04:00 Hundurinn Dímon spyrnir vel í Spröngunni. Eigandinn Marika leyfir honum að spranga á hverjum degi. myndir/Óskar Hundurinn Dímon veigrar það ekki fyrir sér að spranga í Vestmannaeyjum. Eigandinn segist vera stoltur af hundinum og vonast til að hann geti kennt öðrum dýrum að spranga. „Hann er alltaf sprangandi, hann bara elskar það. Þetta er það skemmtilegasta sem hann gerir. Hann er ekkert hrifinn af boltum eða öðru slíku, hann vill bara spranga," segir Marika Fedorowicz, eigandi Dímons. Þau fara að spranga á hverjum degi, en þurfa stundum að bíða færis ef þröng er á þingi. Dímon bítur eða stekkur í reipið og spyrnir í, eins og alvanur Eyjamaður á Spröngunni svokölluðu. Dímon er tveggja ára Rottweiler, en Marika keypti hann í Reykjavík fyrir einu og hálfu ári. Hann kynntist ekki aðaláhugamáli sínu fyrr en komið var til Vestmannaeyja. „Við vorum bara að labba þegar hann sá fólk spranga í fyrsta skipti. Hann varð alveg óður þannig að við fórum aftur og ég leyfði honum að prófa. Ég vissi ekki að honum fyndist þetta skemmtilegt. Það kom mér mjög á óvart auðvitað, hvaða hundur sprangar?" Þau Marika og Dímon eru því alsátt í Eyjum. Hún segir Dímon ekki réttnefni. „Af því að hann er Rottweiler heldur fólk að hann sé grimmur. Hann er það alls ekki, hann er mjög góður hundur." Hún segir vegfarendur reka upp stór augu þegar þeir sjá til hans. „Auðvitað. Það eru allir mjög hissa á þessu." Hún veit ekki til þess að nokkur annar hundur geri þetta. Sjálf er hún hrædd við að spranga. „Ég gerði það einu sinni og dó næstum. Ég datt og mig langar ekki til þess síðan." Er hundurinn þá hugrakkari en eigandinn? „Algjörlega, og hann er miklu sterkari en ég," segir Marika og hlær. Mariku dreymir um að stofna dýrahótel í Vestmanneyjum. „Ég er alin upp í kringum hunda og ég elska þá. Ég elska öll dýr. Kannski þegar kreppan er liðin, en ekki nákvæmlega núna." Kannski Dímon geti þá kennt hinum dýrunum að spranga? „Kannski. Hann er rétti kennarinn." Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Hundurinn Dímon veigrar það ekki fyrir sér að spranga í Vestmannaeyjum. Eigandinn segist vera stoltur af hundinum og vonast til að hann geti kennt öðrum dýrum að spranga. „Hann er alltaf sprangandi, hann bara elskar það. Þetta er það skemmtilegasta sem hann gerir. Hann er ekkert hrifinn af boltum eða öðru slíku, hann vill bara spranga," segir Marika Fedorowicz, eigandi Dímons. Þau fara að spranga á hverjum degi, en þurfa stundum að bíða færis ef þröng er á þingi. Dímon bítur eða stekkur í reipið og spyrnir í, eins og alvanur Eyjamaður á Spröngunni svokölluðu. Dímon er tveggja ára Rottweiler, en Marika keypti hann í Reykjavík fyrir einu og hálfu ári. Hann kynntist ekki aðaláhugamáli sínu fyrr en komið var til Vestmannaeyja. „Við vorum bara að labba þegar hann sá fólk spranga í fyrsta skipti. Hann varð alveg óður þannig að við fórum aftur og ég leyfði honum að prófa. Ég vissi ekki að honum fyndist þetta skemmtilegt. Það kom mér mjög á óvart auðvitað, hvaða hundur sprangar?" Þau Marika og Dímon eru því alsátt í Eyjum. Hún segir Dímon ekki réttnefni. „Af því að hann er Rottweiler heldur fólk að hann sé grimmur. Hann er það alls ekki, hann er mjög góður hundur." Hún segir vegfarendur reka upp stór augu þegar þeir sjá til hans. „Auðvitað. Það eru allir mjög hissa á þessu." Hún veit ekki til þess að nokkur annar hundur geri þetta. Sjálf er hún hrædd við að spranga. „Ég gerði það einu sinni og dó næstum. Ég datt og mig langar ekki til þess síðan." Er hundurinn þá hugrakkari en eigandinn? „Algjörlega, og hann er miklu sterkari en ég," segir Marika og hlær. Mariku dreymir um að stofna dýrahótel í Vestmanneyjum. „Ég er alin upp í kringum hunda og ég elska þá. Ég elska öll dýr. Kannski þegar kreppan er liðin, en ekki nákvæmlega núna." Kannski Dímon geti þá kennt hinum dýrunum að spranga? „Kannski. Hann er rétti kennarinn."
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira