Smjörklípur og röksemdafærslur Sigurður Líndal skrifar 13. júlí 2009 00:01 Í Morgunblaðinu 7. júlí gerir Jón Baldvin Hannibalsson athugasemdir við ummæli Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu 5. júlí. Eftir útlistan á undanbrögðum við röksemdafærslu sem hann kennir við smjörklípu og nokkur vel valin ummæli um stjórnendur Landsbankans falla orð á þennan veg: „Evróputilskipunin sem leidd var í lög 1999, í forsætisráðherratíð Davíðs, kveður á um tvennt: Að útibú banka, hvar sem er á evrópska efnahagssvæðinu, starfi á ábyrgð heimalandsins. Það á við um bankaleyfi, eftirlit og lágmarkstryggingu á sparifjárinnistæðum. Þessi lágmarksinnistæðutrygging skal nema 20.887 evrum.“ Hér er væntanlega átt við lög nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, en lögin voru sett á grundvelli tilskipana (direktiv sem reyndar ætti að kalla forsagnir) 94/19 EB og 97/9EB og fullyrt að heimalandið, í þessu tilfelli íslenzka ríkið, beri ábyrgð á lágmarksinnistæðutryggingu sparifjár sem nemi 20.887 evrum. Að svo stöddu ætla ég ekki að leggja neinn dóm á framangreinda fullyrðingu, en það myndi bæta umræðuna ef Jón Baldvin vildi vísa nákvæmlega í ákvæði laganna fullyrðingu sinni til stuðnings. Síðan heldur hann áfram: „Sá galli er á heimatilbúinni (eftirá) lögskýringu nokkurra íslenskra lögfræðinga, nefnilega að sparifjártryggingin takmarkist við tóman tryggingarsjóð, að sá lögfræðingur fyrirfinnst ekki utan landsteinanna, sem tekur mark á lögskýringunni.“ Hér er enn ástæða til að spyrja: Hver eru rök þessara lögfræðinga utan landsteinanna? Og þeirri spurningu má bæta við: Úr því að lögfræðingar utan landsteinanna eru svona sigurvissir – hvers vegna hafna Bretar og Hollendingar hlutlausum gerðardómi skipuðum valinkunnum lögfræðingum? Gott væri að fá undanbragðalaust svar Jóns Baldvins við þessum spurningum. Hér má minna á að meðal viðurkenndra réttarheimilda þjóðaréttar eru almennar grundvallarreglur laga sem siðaðar þjóðir viðurkenna, sbr. 38. gr. samþykkta Milliríkjadómstólsins í Haag. – Eiga ekki ríki og þjóðir jafnt sem einstaklingar rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum óvilhöllum dómstóli, svo að vitnað sé til þeirrar meginreglu sem býr að baki 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu? Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 7. júlí gerir Jón Baldvin Hannibalsson athugasemdir við ummæli Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu 5. júlí. Eftir útlistan á undanbrögðum við röksemdafærslu sem hann kennir við smjörklípu og nokkur vel valin ummæli um stjórnendur Landsbankans falla orð á þennan veg: „Evróputilskipunin sem leidd var í lög 1999, í forsætisráðherratíð Davíðs, kveður á um tvennt: Að útibú banka, hvar sem er á evrópska efnahagssvæðinu, starfi á ábyrgð heimalandsins. Það á við um bankaleyfi, eftirlit og lágmarkstryggingu á sparifjárinnistæðum. Þessi lágmarksinnistæðutrygging skal nema 20.887 evrum.“ Hér er væntanlega átt við lög nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, en lögin voru sett á grundvelli tilskipana (direktiv sem reyndar ætti að kalla forsagnir) 94/19 EB og 97/9EB og fullyrt að heimalandið, í þessu tilfelli íslenzka ríkið, beri ábyrgð á lágmarksinnistæðutryggingu sparifjár sem nemi 20.887 evrum. Að svo stöddu ætla ég ekki að leggja neinn dóm á framangreinda fullyrðingu, en það myndi bæta umræðuna ef Jón Baldvin vildi vísa nákvæmlega í ákvæði laganna fullyrðingu sinni til stuðnings. Síðan heldur hann áfram: „Sá galli er á heimatilbúinni (eftirá) lögskýringu nokkurra íslenskra lögfræðinga, nefnilega að sparifjártryggingin takmarkist við tóman tryggingarsjóð, að sá lögfræðingur fyrirfinnst ekki utan landsteinanna, sem tekur mark á lögskýringunni.“ Hér er enn ástæða til að spyrja: Hver eru rök þessara lögfræðinga utan landsteinanna? Og þeirri spurningu má bæta við: Úr því að lögfræðingar utan landsteinanna eru svona sigurvissir – hvers vegna hafna Bretar og Hollendingar hlutlausum gerðardómi skipuðum valinkunnum lögfræðingum? Gott væri að fá undanbragðalaust svar Jóns Baldvins við þessum spurningum. Hér má minna á að meðal viðurkenndra réttarheimilda þjóðaréttar eru almennar grundvallarreglur laga sem siðaðar þjóðir viðurkenna, sbr. 38. gr. samþykkta Milliríkjadómstólsins í Haag. – Eiga ekki ríki og þjóðir jafnt sem einstaklingar rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum óvilhöllum dómstóli, svo að vitnað sé til þeirrar meginreglu sem býr að baki 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu? Höfundur er lagaprófessor.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar