Innlent

Lét fjórtán ára stúlku fróa sér

Héraðsdómur Norðurlands eystra.
Héraðsdómur Norðurlands eystra.
Tuttugu og þrigga ára karlmaður var í dag dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi norðurlands eystra fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku. Hann var einnig dæmdur til greiðslu 200.000 króna í miskabætur til fórnarlambsins.

Brotin áttu sér stað í febrúar á þessu ári. Maðurinn hafði kynnst stúlkunni á samskiptaforriti á netinu og féllst hún á að hitta hann. Fóru þau saman í bíltúr þar sem maðurinn stöðvaði bílinn á afviknum stað og hófust þar gagnkvæm atlot milli mannsins og stúlkunnar. Í þessum atlotum káfaði maðurinn innanklæða á brjóstum stúlkunnar og utanklæða á rassi og lærum hennar. Því næst lét hann stúlkuna fróa sér.

Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og var framburður hans þar í samræmi við framburð hans hjá lögreglu. Þegar brotin áttu sér stað var maðurinn 23 ára en stúlkan fjórtán ára og þriggja mánaða og segir í dómnum að báðum aðilum hafi verið ljóst um aldur hvors annars.

Í dómnum segir að í málinu hafi ákærði gerst sekur um kynferðisbrot gagnvart unglingsstúlku, er var rétt liðlega 14 ára er atvik gerðust. Með háttseminni hafi maðurinn brotið gegn lagaákvæði um kynferðislegan lágmarksaldur sem sé miðaður við fimmtán ár. Refsilágmark vegna brota gegn þessari málsgrein er eins árs fangelsi. Tilgangur ákvæðisins er að vernda börn og ungmenni fyrir að lifa kynlífi áður en þau hafa andlegan og líkamlegan þroska til þess.

Brot mannsins var alvarlegt og beindist gegn mikilvægum hagsmunum, að því er segir í dómnum. „Er ákærði framdi brotið var hann 23 ára og kemur því ekki til álita að lækka refsingu eða fella hana niður. Það breytir og engu þótt stúlkan hafi verið fús til að hafa við hann kynferðislegt samneyti," segir í dómnum.

Fullnustu refsingar verður þó frestað haldi maðurinn almennt skilorð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×