Innlent

ASÍ staðfestir stöðugleikasáttmálann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Arnbjörnsson er formaður ASÍ. Mynd/ Anton Brink.
Gylfi Arnbjörnsson er formaður ASÍ. Mynd/ Anton Brink.
Víðtæk samstaða er innan Alþýðusambands Íslands um bæði niðurstöðu samningsaðila sem og gerð stöðuleikasáttmálans milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar sem undirritaður var 25. júní síðastliðinn. Samninganefnd ASÍ hefur því staðfest samkomulagið og tilkynnt Samtökum atvinnulífsins þá niðurstöðu.

Samningar halda því gildi sínu og kauptaxtar munu hækka um sem nemur 6.750 krónum eða 8.750 krónum frá og með 1. júlí síðastliðnum. Samkvæmt samkomulaginu munu samningsaðilar meta framvindu þeirra ákvæða sem kveðið er á um í stöðuleikasáttmálanum fyrir lok október næstkomandi og taka þá endanlega afstöðu til þess tíma sem eftir er af kjarasamningunum frá 17. febrúar 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×