Saka Samfylkinguna um skoðanakúgun Höskuldur Kári Schram skrifar 13. júlí 2009 18:35 Hart var tekist á um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu á Alþingi í dag. Varaformaður Sjálfstæðisflokks sakar Samfylkinguna um að kúga Vinstri græna í málinu. Segja má að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokks, hafi þjófstartað umræðunni um Evrópusambandsmálin í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þorgerður spurði forsætisráðherra út í þau ummæli að ný staða væri upp í ríkisstjórninni verði þingsályktunartillaga um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu felld. „Ég held að ég þurfi ekki að skýra það neitt nánar. ef að það það liggur fyrir að það verður ekki samþykkt að fara í viðræður um aðild að ESB þá setjast menn yfir það. stjórnarflokkarnir yfir það og meta þá stöðu sem upp er komin," svaraði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Þorgerður Katrín steig þá aftur í pontu og sagði: „Mér finnst þetta vond skilaboð til samstarfsflokksins. enn og aftur erum við að upplifa það. enn og aftur er samfylkingin að kúga vinstri hreyfinguna grænt framboð í hverju málinu á fætur öðru. í stóru málunum þá fá þingmenn stjórnarflokkanna ekki að tjá sig eins og þeir kjósa eða þeir vilja." Þessu var Jóhanna ósammála og undirstrikaði það kröftuglega þegar hún sagði í púlti: „Virðulegi forseti, þessi síðustu orð háttvirts þingmanns eru hennar eigin orð sem ég tek ekki undir. Við erum ekki með neinar hótanir í garð okkar samstarfsflokks. það er alveg ljóst." Svo bætti Jóhanna við: „Mér heyrist að háttvirtur þingmaður beri mikla umhyggju fyrir áframhaldandi samstarfi þessarar ríkisstjórnar þannig að við skulum vona að atkvæðagreiðsla verði með þeim hætti þannig að þessi ríkisstjórn starfi áfram." Umræður tillöguna hófust klukkan fjögur og voru enn 19 þingmenn á mælendaskrá um klukkan sex. Allt bendir því til þess að atkvæðagreiðsla fari ekki fram fyrr en í fyrsta lagi á morgun eða miðvikudag. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Hart var tekist á um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu á Alþingi í dag. Varaformaður Sjálfstæðisflokks sakar Samfylkinguna um að kúga Vinstri græna í málinu. Segja má að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokks, hafi þjófstartað umræðunni um Evrópusambandsmálin í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þorgerður spurði forsætisráðherra út í þau ummæli að ný staða væri upp í ríkisstjórninni verði þingsályktunartillaga um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu felld. „Ég held að ég þurfi ekki að skýra það neitt nánar. ef að það það liggur fyrir að það verður ekki samþykkt að fara í viðræður um aðild að ESB þá setjast menn yfir það. stjórnarflokkarnir yfir það og meta þá stöðu sem upp er komin," svaraði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Þorgerður Katrín steig þá aftur í pontu og sagði: „Mér finnst þetta vond skilaboð til samstarfsflokksins. enn og aftur erum við að upplifa það. enn og aftur er samfylkingin að kúga vinstri hreyfinguna grænt framboð í hverju málinu á fætur öðru. í stóru málunum þá fá þingmenn stjórnarflokkanna ekki að tjá sig eins og þeir kjósa eða þeir vilja." Þessu var Jóhanna ósammála og undirstrikaði það kröftuglega þegar hún sagði í púlti: „Virðulegi forseti, þessi síðustu orð háttvirts þingmanns eru hennar eigin orð sem ég tek ekki undir. Við erum ekki með neinar hótanir í garð okkar samstarfsflokks. það er alveg ljóst." Svo bætti Jóhanna við: „Mér heyrist að háttvirtur þingmaður beri mikla umhyggju fyrir áframhaldandi samstarfi þessarar ríkisstjórnar þannig að við skulum vona að atkvæðagreiðsla verði með þeim hætti þannig að þessi ríkisstjórn starfi áfram." Umræður tillöguna hófust klukkan fjögur og voru enn 19 þingmenn á mælendaskrá um klukkan sex. Allt bendir því til þess að atkvæðagreiðsla fari ekki fram fyrr en í fyrsta lagi á morgun eða miðvikudag.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira