Lífið

Raul vill komast í raunveruleikasjónvarp

Raul í góðum málum Raul Rodriguez, sem eitt sinn var einkaþjálfari í World Class, er að gera það gott í Bandaríkjunum. Hann vill að fallega og vel gefna fólkið fái raunveruleikaþátt, ekki bara einhverjir meðaljónar.
Raul í góðum málum Raul Rodriguez, sem eitt sinn var einkaþjálfari í World Class, er að gera það gott í Bandaríkjunum. Hann vill að fallega og vel gefna fólkið fái raunveruleikaþátt, ekki bara einhverjir meðaljónar.

Einkaþjálfarinn Raul Rodriguez, sem var nokkuð áberandi hér á landi um tíma, hefur fundið ástina að nýju. Sú heppna heitir Jorie McDonald og er sundfatafyrirsæta í Los Angeles.

Parið var í viðtali við bandaríska dagblaðið Daily Herald og sýndi þar þriggja vikna son sinn, Constantine, en Raul á tvo syni hér á Íslandi. Í viðtalinu kemur fram að Raul og Jorie séu búin að fá nóg af bandarískum raunveruleikaþáttum sem auglýsi meðalmennsku og undirmálsfólk, þau vilji fá fallega og vel gefna fólkið til að vera fyrirmyndir fyrir annað fólk. Nóg sé komið af „lúserum" eins og þau kalla það.

Mikil umræða hefur spunnist um raunveruleikaþætti í Ameríku eftir að sundfatafyrirsæta, sem einnig var þátttakandi í raunveruleikaþætti, var myrt á óhugnanlegan hátt af mótleikara sínum. Sá hengdi sig skömmu síðar á vegahóteli. Raul og Jorie vilja með sínum raunveruleikaþætti gefa fólki tækifæri til að sjá hvernig heilbrigt fólk lifir sínu lífi. „Daglegt líf okkar Jorie er svona svipað og í sjónvarpsþættinum I Love Lucy," útskýrir Raul.

Raul og Jorie eru þegar með líkamsræktarþátt sem kallast Zero to Hero TV og er hægt að nálgast á YouTube-vefsvæðinu en þau binda vonir við að einhver af hinum stóru sjónvarpsstöðvum komi auga á ótvíræða hæfileika þeirra með vefsjónvarpsþættinum Models Mayhem 2 Motherhood en þar mun vefmyndavél fylgjast með lífi þeirra dags daglega. -fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.