Lífið

Elma Lísa á trúnó

„Bara góð verð. Enginn hefur efni á að kaupa sér ný föt lengur," Elma Lísa Gunnarsdóttir.
„Bara góð verð. Enginn hefur efni á að kaupa sér ný föt lengur," Elma Lísa Gunnarsdóttir.

„Fatamarkaðurinn verður í Félagi íslenskra leikara að Lindargötu 6 fyrir aftan Þjóðleikhúsið," segir Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona sem ætlar að selja notuð föt og fleira fínerí á morgun.

„Markaðurinn byrjar klukkan ellefu og er opinn til sex. Ég og Silja Hauks leikstjóri erum saman að halda þetta," segir Elma Lísa.

Hvað ætlið þið að selja? „Fullt af alls konar dótir og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi þarna."

Fatamarkaðurinn hennar Elmu Lísu er opinn 11-18 á morgun, laugardag.

Er fatamarkaðurinn bara fyrir konur? „Nei það verða einhver strákaföt líka. Skór, töskur, glingur og góss og svo er opið hús í báðum leikhúsunum á morgun."

„En hjá okkur verða óvæntar uppákomur, heitt á könnunni og trúnóhorn - og það er ókeypis."

Ferðu þá á trúnó með viðskiptavinum? „Já ég get tekið hornið af og til og ráðlagt fólki," svarar hún hlæjandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.