Lífið

Fá lagahöfunda út úr skápnum

Órafmögnuð hátíð Svavar Knútur segir hátíðina vera vettvang lagahöfunda og trúbadora. fréttablaðið/valli
Órafmögnuð hátíð Svavar Knútur segir hátíðina vera vettvang lagahöfunda og trúbadora. fréttablaðið/valli

Tónlistarhátíðin Melodica Acoustic Festival fer fram um helgina, en þetta mun vera í þriðja sinn sem hátíðin er haldin.

„Þetta er fjölþjóðleg tónlistarhátíð sem snýst um að efla tengsl milli listamanna. Þetta er líka hugsað svolítið sem vettvangur til þess að aðstoða yngri tónlistarmenn og lagahöfunda við að fóta sig og mynda sambönd sem þeir gætu nýtt sér í framtíðinni,“ segir Svavar Knútur, tónlistarmaður og skipuleggjandi hátíðarinnar.

Svavar Knútur segir að tónleikarnir verði allir órafmagnaðir og séu fyrst og fremst ætlaðir lagahöfundum og trúbadorum. „Margir trúbadorar og lagahöfundar hafa verið svolítið inni í skáp með tónlist sína og við erum að reyna að draga þetta fólk fram í dagsljósið þannig að fólk fái að kynnast tónlist þeirra. Það verða tónleikar alla helgina og fara þeir fram í Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda, Kaffi Hljómalind og Café Rosenberg. Aðgangur er ókeypis þannig að ég hvet alla til þess að kíkja og njóta góðrar tónlistar.“- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.