Lífið

Kate Winslet kemur Kela í heimsfréttirnar

Winslet hefur aðdráttarafl Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um aðkomu Kate Winslet að kvikmyndinni Sólskinsdrengurinn sem fjallar um hinn einhverfa Kela og baráttu fjölskyldu hans við einhverfu.
Winslet hefur aðdráttarafl Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um aðkomu Kate Winslet að kvikmyndinni Sólskinsdrengurinn sem fjallar um hinn einhverfa Kela og baráttu fjölskyldu hans við einhverfu.

„Við réðum sérstaka PR-manneskju fyrir ferð okkar út og hún sendi út litla fréttatilkynningu um að Kate talaði inn á myndina. Hún sagðist aldrei á ævinni hafa fengið önnur eins viðbrögð," segir Margrét Dagmar Ericsdóttir, móðir Kela, sólskinsdrengsins, og framleiðandi heimildarmyndarinnar um hann, Sólskinsdrengurinn.

Flestir af helstu netmiðlum heims hafa flutt fréttir af því að Óskarsverðlaunaleikkonan Kate Winslet sé sögumaður í myndinni og tali inn á hana fyrir Margréti Dagmar. Reuters-fréttastofan reið á vaðið í fyrrakvöld og fréttavefur BBC hafði síðan eftir Margréti að nærvera Winslet yrði til þess fallin að einhverfa myndi fá enn meiri athygli en áður „Hún er í mikilvægu hlutverki hvað það varðar," hefur BBC eftir framleiðandanum Margréti. Í fréttunum af málinu er greint frá því að Winslet sé í góðum hópi listamanna enda eigi bæði Björk og Sigur Rós lög í myndinni.

Margrét bætir því við að þau hafi sent eintak af myndinni á allar stærstu fréttastofurnar, þar á meðal bandarísku fréttastofuna CNN sem hafi strax sett sig í samband við Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóra myndarinnar.

Í framhaldinu er ráðgert að taka upp hálftíma viðtal við hann. Margrét reiknaði með að vera nánast eingöngu í viðtölum þegar nær drægi frumsýningu sem verður í Toronto þann 12. septem-ber. Þá hafa stórir dreifingaraðilar sett sig í samband við Margréti og á borði hennar eru nokkur tilboð um dreifingu sem verður lagst yfir á næstu dögum. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.