Lífið

Keppt um Viðeyjarhnossgætið

Töðugjöld í Viðey Keppt verður um Viðeyjar-hnossgætið á Töðugjöldum á laugardag og segir Guðlaug keppendur mega búa til hvað sem er, svo lengi sem staðfest sé að eitt innihaldsefni vaxi í Viðey.
Töðugjöld í Viðey Keppt verður um Viðeyjar-hnossgætið á Töðugjöldum á laugardag og segir Guðlaug keppendur mega búa til hvað sem er, svo lengi sem staðfest sé að eitt innihaldsefni vaxi í Viðey.

„Við vorum með Töðugjöld í fyrsta sinn í fyrra og þessi keppni er partur af þeirri dagskrá núna á laugardaginn," segir Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona og verkefnastjóri Viðeyjar um keppnina um Viðeyjarhnossgætið.

Keppnin er ætluð öllum þeim sem hafa áhuga á að búa til góðgæti úr íslenskri flóru og eina skilyrðið er að eitt innihaldsefni vaxi í Viðey.

„Með þessari keppni erum við að vekja athygli á ræktuninni í Viðey sem hefur verið þarna fá því fyrir klausturtímann og þeirri gríðarlega miklu flóru sem er í eyjunni. Til dæmis er kúmenið okkar orðið margfrægt, það drepur ekkert rabarbarann og ætihvönn er alltaf að verða vinsælli í matargerð," útskýrir Guðlaug.

„Fólk má búa til hvað sem er, svo sem grænmetisrétt, kartöflumús, sultu, te, chutney eða djús. Dómnefndin fer svo eftir útliti, hugmyndaauðgi og að sjálfsögðu hvernig bragðast og það verða vegleg verðlaun í boði," bætir hún við, en dómnefnd skipa Hildur Hákonardóttir, Nanna Rögnvaldar-dóttir og fulltrúi frá Gestgjafanum.

Aðspurð segist Guðlaug búast við fjölda manns á hátíðina, „Það komu í kringum 300 manns í fyrra og við reiknum með öðru eins núna. Þetta er haustfagnaður og uppskeruhátíð með skemmtun fyrir börnin, bænastund í kirkjunni og þessari keppni. Hátíðin stendur svo fram á kvöld, en þá verður varðeldur í fjörunni og slegið upp balli í skólanum," segir hún, en áhugasamir geta skráð sig í keppnina á videy@reykjavik.is eða á staðnum fyrir klukkan 16. -ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.