Lífið

Varð óglatt eftir ástarsenur með Fisher

Þrjár kampavínsflöskur Edward Hogg viðurkennir að honum hafi þótt óþægilegt að leika á móti Carrie Fisher, enda hafi hann verið mikill aðdáandi Star Wars.
Þrjár kampavínsflöskur Edward Hogg viðurkennir að honum hafi þótt óþægilegt að leika á móti Carrie Fisher, enda hafi hann verið mikill aðdáandi Star Wars.

Líf kvikmyndaleikarans er ekki alltaf dans á rósum. Og atriði sem birtast áhorfendum í líki lostafullra ástarsena eru oftast kvöl og pína fyrir þá sem taka þátt í þeim. Í það minnsta var það þannig fyrir hinn unga og óreynda Edward Hogg þegar hann lék í ástarsenu á móti Stjörnustríðsstjörnunni Carrie Fisher. Honum varð nefnilega óglatt eftir tökurnar.

Atriðið er að finna í kvikmyndinni White Lightnin' en þar eru þau Hogg og Fisher í heitum leik í baðkari. Með þeim í baðinu er síðan kampavínsflaska. Og þannig sjá áhorfendur atriðið. Hins vegar gekk ekki þrautalaust að taka upp atriðið og því þurfti Hogg, sem leikur áfengissjúkan dansara í myndinni, að drekka heilar þrjár kampavínsflöskur á meðan leikar stóðu sem hæst.

„Atriðið var tekið upp sjö sinnum og ég þurfti að drekka hálfa flösku í hvert skipti. Þegar við vorum loks búin þá fór ég fram á klósett og kastaði upp," segir Hogg í samtali við vefsíðuna WENN.

Og til að bæta gráu ofan á svart þá leið Hogg ekkert alltof vel að vera ofan í baðkarinu með Carrie. Því hann hafði horft á allar Stjörnustríðsmyndirnar um hver jól frá því hann var sex ára og dáðst að fegurð og þokka Fisher. „En Carrie var mikil fagmanneskja og vissi nákvæmlega hvað hún var að gera."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.