Erlent

Borgað með bensínhákum

Óli Tynes skrifar
Mynd/AP

Bandaríkjaþing samþykkti á föstudag að bæta tveimur milljörðum dollara við í herferð til þess að losa bensínháka af götum landsins.

Þeir sem skila inn gömlu bensínhákunum sínum fá 3500 til 4500 dollara af opinberu fé upp í nýjan og sparneytnari bíl.

Það eru 445 þúsund og 572 þúsund krónur. Þetta gagnast auðvitað líka bílaframleiðendum sem hafa átt í miklum vanda í efnahagskreppunni.

Á bílasölunni á meðfylgjandi mynd kýs eigandinn að setja gamla bíla í ruslagám til þess að vekja athygli á tilboðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×