Erlent

Drottningin er dönskust allra

Margrét Danadrottning
Margrét Danadrottning

Að mati Dana er Margrét drottning þeirra danskari en allt sem danskt er.

Þetta kom í ljós þegar danska dagblaðið Jótlandspósturinn gerði skoðanakönnun, þar sem Danir voru spurðir hver komi helst upp í hugann þegar talað er um Danmörku.

Drottningin varð í efsta sæti, en næstur henni kom ævintýraskáldið H.C. Andersen.

Ungmenni í Danmörku líta hins vegar á leikarann og skemmtikraftinn Dirch Passer sem helsta holdgerving þess að vera danskur.

Samkvæmt sömu skoðanakönnun telja Danir sig almennt vera skemmtilegri, lýðræðissinnaðri og frjálslyndari en aðrar Evrópuþjóðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×