Innlent

Lengra skilorð fyrir heimilisofbeldi

Hæstiréttur staðfesti dóm yfir karlmanni sem misþyrmdi fyrrverandi sambýliskonu sinni og börnum hennar. Maðurinn réðist meðal annars á konuna í apríl 2007 þegar hún hélt á ungum syni þeirra. Þá snéri hann upp á höndina hennar með þeim afleiðingum að hún fingurbrotnaði.

Þá kýldi maðurinn konuna sína hnefahöggi í júlí 2007. Þegar dóttir konunnar ætlaði koma henni til bjargar snéri hann stúlkuna niður og kreisti hendur hennar þannig hún hlaut mar af. Maðurinn puttabraut einnig eldri son konunnar.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn ætti sér engar málsbætur. Því var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir.

Þá var skilorð mannsins lengt um helming eða úr tveimur árum í fjögur. Honum er gert að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 300 þúsund krónur í miskabætur. Synir hennar þarf hann að greiða 120 þúsund og dóttur hennar 75 þúsund krónur.

Ofbeldismaðurinn þarf einnig að greiða allan málskostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×