Lífið

Sameinast í danstónlist

Reyk-Veek Fyrsta skemmtikvöld hópsins verður haldið á Nasa á laugardagskvöld.
Reyk-Veek Fyrsta skemmtikvöld hópsins verður haldið á Nasa á laugardagskvöld.

Fyrsta skemmtikvöld REYK-VEEK, sem er hópur raftónlistarmanna og plötusnúða, verður haldið á Nasa á laugardagskvöld. Á meðal þeirra sem koma fram eru Karíus og Baktus, Oculus og Siggi Kalli.

Í tilefni kvöldsins hefur verið gerður mix-diskur og verður hann gefinn þeim fyrstu 300 sem kaupa sig inn. „Mig langaði að gera mix-disk með þessum strákum,“ segir Siggi Kalli, eða Sigurður Karl Guðgeirsson. „Við ákváðum að hittast og þá fóru hugmyndirnar að fljúga,“ segir hann. „Í raun er þetta hugsað sem miðill fyrir strákana sem eru heima í skúmaskotum að semja tónlist.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.