Lífið

Jóhanna Guðrún heillaði sænska blaðamenn

Íslensk tónlist var í aðalhlutverki á kynningu sem haldin var í sendiráðsbústaðnum í Stokkhólmi þriðjudaginn 26. maí síðastliðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að fjöldi sænskra blaðamanna hafi verið mættur til leiks, auk aðila úr sænska og alþjóðlega tónlistargeiranum og góðra gesta frá Íslandi. Á meðal þeirra sem tróðu upp var silfurverðlaunahafinn úr Eurovisionkeppninni, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir.

„Þá var kynnt útrásarverkefni í íslenskri tónlist, Gogoyoko, sem byggir á því að Svíar og umheimurinn geta keypt sér aðgengi að nýrri og eldri íslenskri tónlist í gegnum netið. Einnig voru á staðnum meðlimir íslensku hljómsveitarinnar For a minor Reflection, en þeir tróðu uppi með tónleika á stórum veitingastað í miðbæ Stokkhólms síðar um kvöldið við góðar undirtektir."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.