Lífið

Harry Potter stjarna dæmd fyrir kannabisræktun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jamie Waylett var dæmdur fyrir kannabisræktun í dag. Mynd/ AFP.
Jamie Waylett var dæmdur fyrir kannabisræktun í dag. Mynd/ AFP.
Jamie Waylett, sem leikur Vincent Crabbe í Harry Potter myndunum, játaði fyrir dómstóli í London í dag að hafa ræktað maríjuana. Waylett var ákærður eftir að lögreglan fann átta poka af kannabis og hníf við leit í bíl sem hann var staddur í. Þegar efnin fundust í bílnum var leitað á heimili móður hans og fundust þá 10 kannabisplöntur. Hámarksrefsing við því að rækta kannabis í London er fjórtán ára fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.