Lífið

Katie Price: Langar aftur í Pete-inn sinn

Katie Price og Peter Andre
Katie Price og Peter Andre

Hin nýeinhleypa Jordan hefur lýst því yfir að hún vilji fá eiginmann sinn, Peter Andre, til baka. Hún hefur nú viðurkennt að hafa gert „stærstu mistök ævi minnar" þegar hún ákvað að láta eiginmanninn sér úr greipum ganga.

Fyrirsætan sem heitir réttu nafni Katie Price, segir í breska blaðinu News of the World í dag að hún vilji senda Andre skýrustu skilaboð sem hún geti.

Skilaboðin til hans í dag eru einföld:

„Ég tek við Pete aftur á morgun. Ég hætti við skilnaðinn ef hann bara gefur mér annað tækifæri," segir Katie.

„Ef ég gæti bara farið aftur í tímann. Ég hef gerst sek um stærstu mistök ævi minnar og það er allt mér að kenna."

Mikið hefur verið fjallað um skilnað þessa uppáhaldshjóna bresku pressunnar undanfarnar vikur. Nú er bara að sjá hvernig fyrrum stórstjarnan með þvottabrettið bregst við þessum yfirlýsingum eiginkonunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.