Erlent

Ákærður fyrir að selja ungmennum skotvopn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Rúmlega fimmtugur verslunareigandi í Kaupmannahöfn hefur verið ákærður fyrir að selja ungmennum skotvopn undir borðið. Maðurinn var handtekinn í október og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan en í verslun hans fundust yfir 20 byssur af ýmsum gerðum sem sýnt þykir að ætlaðar hafi verið til sölu. Vitað er um að minnsta kosti sjö tilfelli þar sem maðurinn seldi vopn án þess að hafa til þess tilskilin leyfi og án þess að falast eftir því að kaupendur sýndu fram á skotvopnaleyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×