Innlent

Dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrítugur karlmaður, Eugenio Daudo Silva Chipa, var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að nauðga konu við Trönuhraun 6 í Hafnarfirði 21. maí síðastliðinn. Samkvæmt ákæru veittist hann að konunni, beitti hana ofbeldi og notfærði sér að hún gat ekki spornað við sökum ölvunar. Konan hlaut fjölmarga áverka í andliti, á höfði og víðar. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni 1800 þúsund krónur í skaðabætur. Maðurinn neitaði sök en framburður hans þótti ekki trúverðugur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×