Erlent

Sjóræningjar náðu bresku flutningaskipi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þýska flutningaskipið Hansa Stavanger sem sjóræningjar náðu á sunnudag.
Þýska flutningaskipið Hansa Stavanger sem sjóræningjar náðu á sunnudag. MYND/AFP/Getty Images

Sómalskir sjóræningjar á Aden-flóa náðu í gær bresku gámaflutningaskipi á sitt vald og er þar um að ræða fimmta skipið sem rænt er á innan við tveimur sólarhringum. Skipið heitir Malaspina Castle, er í eigu Breta en gert út af ítölsku flutningafyrirtæki. Áhöfnin telur 24 menn og eru flestir þeirra frá Búlgaríu, Úkraínu, Rússlandi og Filippseyjum. Talið er að allir um borð séu óhultir. Á sunnudag náðu sjóræningjarnir þýsku flutningaskipi á sitt vald en þeir hafa verið að færa sig æ lengra frá ströndum Sómalíu í ránum sínum upp á síðkastið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×