Íslenski boltinn

Garner áfram hjá ÍBV

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Heimasíða ÍBV
Mynd/Heimasíða ÍBV

Varnarmaðurinn Matt Garner hefur skrifað undir nýjan samning við ÍBV sem vann 1. deildina síðasta sumar. Garner var fyrirliði ÍBV á síðasta tímabili en hann kom fyrst til ÍBV árið 2004 frá enska liðinu Crewe.

Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV. Keflavík hafði áhuga á að fá Garner í sínar raðir en Suðurnesjaliðið hefur einnig rætt við Bjarna Hólm Aðalsteinsson sem hefur leikið með ÍBV undanfarin ár. Bjarni er samningslaus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×