Fótbolti

Átta ára bann fyrir að tapa viljandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Pobeda fagna ekki mikið í dag.
Leikmenn Pobeda fagna ekki mikið í dag. Nordic Photos/Getty Images

Makedónska félagið FK Pobeda hefur verið meinuð þáttaka að öllum Evrópukeppnum næstu átta árin fyrir að hafa viljandi tapað leik.

Forseti félagsins og fyrirliði liðsins fengu þess utan lífstíðarbann frá allri þáttöku tengdri knattspyrnu í Evrópu.

UEFA fékk vísbendingar árið 2004 um óeðlilega mörg veðmál á leik félagsins gegn armenska liðinu Pyunik. Málið hefur síðan verið rannsakað og niðurstaða liggur nú fyrir.

UEFA hefur í kjölfarið biðlað til FIFA um að banna tvímenningana frá því að koma nálægt fótbolta í öllum heiminum.

Þetta er í annað sinn sem UEFA hefur refsað félagi fyrir að hagræða úrslitum en í fyrsta skipti sem einstaklingar fá dóm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×