Knapi rekinn úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum 8. ágúst 2009 16:15 Þórður Þorgeirsson. Mynd/ Anton Brink Þórður Þorgeirsson, tamningamaður og knapi, hefur verið rekinn úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum vegna agabrota. Fréttavefurinn Hestafréttir.is greindi frá þessu í hádeginu. Heimsmeistaramót íslenska hestsins stendur nú yfir í Brunnadern í Sviss. Þórður var valinn í landsliðið sem kynbótaknapi og átti að sýna stóðhestinn Kjarna frá Auðsholtshjáleigu í kynbótadómi í flokki sex vetra stóðhesta. Þórður átti að sitja Kjarna í yfirlitssýningu í dag. Á síðasta sunnudagskvöld var haldið svokallað Landakvöld á mótssvæðinu í Brunnadern. Myndbandi frá því kvöldi hefur verið lekið á vefsíðuna Youtube en á því sjást landsliðsmennirnir stíga sporið við hin ýmsu lög, meðal annars hið margrómaða Macarena. Þórður hefur sig þó hvað mest í frammi. Á spjallsvæði Hestafrétta ræða menn mikið um það sem fyrir augu ber á myndbandinu og eru skiptar skoðanir. Sumum þykir í lagi að menn lyfti sér upp, öðrum finnst þannig hegðun ekki sæma mönnum sem eru að keppa á alþjóðlegu móti fyrir Íslands hönd. Á Hestafréttir.is er rætt við Einar Öder Magnússon sem staðfesti við vefinn að Þórði hefði verið vikið úr landsliðinu. Þar segist hann hafa varað Þórð við, en það ekki dugað. „Agabrot af þessu tagi eru ófyrirgefanleg og hestamennskunni til vansa," segir Einar í samtali við Hestafréttir. Í viðtali Hestafrétta við Einar er líkum að því leitt að fleiri hafi gerst brotlegir á svipaðan hátt og Þórður. Einar er því spurður hvort ekki eigi jafnt yfir alla að ganga. „Ekki náðist að sanna á fleiri knapa þó sögusagnir segja annað. Þetta er bara mannleg tragedía og hræðilegt að þurfa að taka á, en svona er þetta bara, en ég vill ekki eyða meiri orku eða tíma í þetta leiðinlega mál. Ég ætla að sinna landsliðinu sem er enn í keppninni," segir Einar og bætir við að málið sé úr hans höndum. „Aganefnd ÍSÍ mun taka nánar á málinu."Mótið hefur farið vel fram og íslensku knöpunum gengið prýðilega. Þetta atvik bregður þó eilitlum skugga á annars frábært mót. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þórður Þorgeirsson, tamningamaður og knapi, hefur verið rekinn úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum vegna agabrota. Fréttavefurinn Hestafréttir.is greindi frá þessu í hádeginu. Heimsmeistaramót íslenska hestsins stendur nú yfir í Brunnadern í Sviss. Þórður var valinn í landsliðið sem kynbótaknapi og átti að sýna stóðhestinn Kjarna frá Auðsholtshjáleigu í kynbótadómi í flokki sex vetra stóðhesta. Þórður átti að sitja Kjarna í yfirlitssýningu í dag. Á síðasta sunnudagskvöld var haldið svokallað Landakvöld á mótssvæðinu í Brunnadern. Myndbandi frá því kvöldi hefur verið lekið á vefsíðuna Youtube en á því sjást landsliðsmennirnir stíga sporið við hin ýmsu lög, meðal annars hið margrómaða Macarena. Þórður hefur sig þó hvað mest í frammi. Á spjallsvæði Hestafrétta ræða menn mikið um það sem fyrir augu ber á myndbandinu og eru skiptar skoðanir. Sumum þykir í lagi að menn lyfti sér upp, öðrum finnst þannig hegðun ekki sæma mönnum sem eru að keppa á alþjóðlegu móti fyrir Íslands hönd. Á Hestafréttir.is er rætt við Einar Öder Magnússon sem staðfesti við vefinn að Þórði hefði verið vikið úr landsliðinu. Þar segist hann hafa varað Þórð við, en það ekki dugað. „Agabrot af þessu tagi eru ófyrirgefanleg og hestamennskunni til vansa," segir Einar í samtali við Hestafréttir. Í viðtali Hestafrétta við Einar er líkum að því leitt að fleiri hafi gerst brotlegir á svipaðan hátt og Þórður. Einar er því spurður hvort ekki eigi jafnt yfir alla að ganga. „Ekki náðist að sanna á fleiri knapa þó sögusagnir segja annað. Þetta er bara mannleg tragedía og hræðilegt að þurfa að taka á, en svona er þetta bara, en ég vill ekki eyða meiri orku eða tíma í þetta leiðinlega mál. Ég ætla að sinna landsliðinu sem er enn í keppninni," segir Einar og bætir við að málið sé úr hans höndum. „Aganefnd ÍSÍ mun taka nánar á málinu."Mótið hefur farið vel fram og íslensku knöpunum gengið prýðilega. Þetta atvik bregður þó eilitlum skugga á annars frábært mót.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira