Gloppótt frásögn af árásinni Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. nóvember 2009 06:00 Við dalshraun í Hafnarfirði Aðkoma á vettvangi í leiguhúsnæði við Dalshraun þar sem Bjarki Freyr Sigurgeirsson varð Braga Friðþjófssyni að bana 17. ágúst síðastliðinn var sögð hroðaleg. Sérfræðingur á sviði blóðferlarannsókna vitnaði fyrir rétti í gær um hvernig líklegast hefði verið staðið að árásinni. Fréttablaðið/GVA Saksóknari krefst hámarksrefsingar, sextán ára fangelsis, yfir Bjarka Frey Sigurgeirssyni fyrir að hafa orðið Braga Friðþjófssyni að bana á íverustað þess fyrrnefnda í leiguhúsnæði við Dalshraun í Hafnarfirði 17. ágúst síðastliðinn. Bjarki Freyr er 31 árs gamall, en Bragi varð 31 árs daginn sem hann lést. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hendur Bjarka fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í gær. Fram kom að bæði árásarmaður og fórnarlamb hans hefðu verið þekktir af fíkniefnaneyslu, en morðið átti sér stað eftir mikla drykkju og notkun sjóveikitaflna, sem hafa sljóvgandi áhrif. Árás Bjarka á Braga var hrottaleg, en hann var barinn ítrekað í höfuðið með tveggja kílóa vöfflujárni og svo ellefu kílóa þungu borði. Áverkarnir af völdum barsmíðanna drógu Braga til dauða. Herbergið þar sem árásin átti sér stað var útatað blóði og auðséð að þar höfðu mikil átök átt sér stað. Vitni í nærliggjandi herbergjum húsnæðisins, sem var með sameiginlegu baði og eldhúsi en sérherbergjum fyrir leigjendur, heyrðu þunga dynki um það leyti sem árásin er talin hafa átt sér stað, milli klukkan ellefu og hálftólf um kvöld. Fyrir dómi bar Bjarki að sér hefði staðið ógn af Braga, en kvað ætlunina þó ekki hafa verið að drepa hann. „Nei, ekki beint,“ sagði hann fyrir dómi í gær. „Ég ætlaði bara að bjarga eigin skinni. Það var ætlunin. Og miðað við lætin sem búin voru að vera í þessum stigagangi þá stóð manni ekki alveg á sama.“ Hann segist hafa ráðist á hann eftir að Bragi hafi gripið í sig og bitið í fingur. Hann segir þá hafa verið gestkomandi hjá öðrum íbúa hússins en gengið til herbergis Bjarka og árásin átt sér stað um leið og þangað var komið. Síðan hafi Bjarki mætt lögreglunni á leið út úr húsinu. Frásögn Bjarka stenst hins vegar ekki þar sem vitni sá hann og Braga fara inn í herbergið um þremur og hálfum tíma áður en árásin átti sér stað. „Hvað síðan gerist í herberginu er alls óljóst,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir vararíkissaksóknari sem sótti málið. Bjarki neitar því að hafa beitt vöfflujárninu við árásina, en sérfræðingur í blóðferlarannsóknum frá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kvað annað útilokað. Járnið hefði verið útatað blóði og dreifingin slík að ljóst væri að því hefði verið sveiflað til. Sérfræðingurinn leitaði álits bresks sérfræðings um málið og var sá sammála. Guðrún Sesselja Arnardóttir, lögmaður Bjarka Freys, krafðist lágmarksrefsingar og sagði að virða ætti honum til refsilækkunar að hafa enga tilraun gert til að dylja glæp sinn. Raunar hefði hann sjálfur gert viðvart hjá nágranna um að hlutir hefðu farið úr böndum og játað brot sitt skýlaust, þótt hann væri ekki með allar aðstæður á hreinu sökum minnisleysis. „Ákærði lýsir bara því sem hann man, en er ekkert að reyna að fegra sinn hlut,“ sagði hún við málflutninginn í gær. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
Saksóknari krefst hámarksrefsingar, sextán ára fangelsis, yfir Bjarka Frey Sigurgeirssyni fyrir að hafa orðið Braga Friðþjófssyni að bana á íverustað þess fyrrnefnda í leiguhúsnæði við Dalshraun í Hafnarfirði 17. ágúst síðastliðinn. Bjarki Freyr er 31 árs gamall, en Bragi varð 31 árs daginn sem hann lést. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hendur Bjarka fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í gær. Fram kom að bæði árásarmaður og fórnarlamb hans hefðu verið þekktir af fíkniefnaneyslu, en morðið átti sér stað eftir mikla drykkju og notkun sjóveikitaflna, sem hafa sljóvgandi áhrif. Árás Bjarka á Braga var hrottaleg, en hann var barinn ítrekað í höfuðið með tveggja kílóa vöfflujárni og svo ellefu kílóa þungu borði. Áverkarnir af völdum barsmíðanna drógu Braga til dauða. Herbergið þar sem árásin átti sér stað var útatað blóði og auðséð að þar höfðu mikil átök átt sér stað. Vitni í nærliggjandi herbergjum húsnæðisins, sem var með sameiginlegu baði og eldhúsi en sérherbergjum fyrir leigjendur, heyrðu þunga dynki um það leyti sem árásin er talin hafa átt sér stað, milli klukkan ellefu og hálftólf um kvöld. Fyrir dómi bar Bjarki að sér hefði staðið ógn af Braga, en kvað ætlunina þó ekki hafa verið að drepa hann. „Nei, ekki beint,“ sagði hann fyrir dómi í gær. „Ég ætlaði bara að bjarga eigin skinni. Það var ætlunin. Og miðað við lætin sem búin voru að vera í þessum stigagangi þá stóð manni ekki alveg á sama.“ Hann segist hafa ráðist á hann eftir að Bragi hafi gripið í sig og bitið í fingur. Hann segir þá hafa verið gestkomandi hjá öðrum íbúa hússins en gengið til herbergis Bjarka og árásin átt sér stað um leið og þangað var komið. Síðan hafi Bjarki mætt lögreglunni á leið út úr húsinu. Frásögn Bjarka stenst hins vegar ekki þar sem vitni sá hann og Braga fara inn í herbergið um þremur og hálfum tíma áður en árásin átti sér stað. „Hvað síðan gerist í herberginu er alls óljóst,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir vararíkissaksóknari sem sótti málið. Bjarki neitar því að hafa beitt vöfflujárninu við árásina, en sérfræðingur í blóðferlarannsóknum frá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kvað annað útilokað. Járnið hefði verið útatað blóði og dreifingin slík að ljóst væri að því hefði verið sveiflað til. Sérfræðingurinn leitaði álits bresks sérfræðings um málið og var sá sammála. Guðrún Sesselja Arnardóttir, lögmaður Bjarka Freys, krafðist lágmarksrefsingar og sagði að virða ætti honum til refsilækkunar að hafa enga tilraun gert til að dylja glæp sinn. Raunar hefði hann sjálfur gert viðvart hjá nágranna um að hlutir hefðu farið úr böndum og játað brot sitt skýlaust, þótt hann væri ekki með allar aðstæður á hreinu sökum minnisleysis. „Ákærði lýsir bara því sem hann man, en er ekkert að reyna að fegra sinn hlut,“ sagði hún við málflutninginn í gær.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira