Erlent

Flugmaðurinn í þyrluráninu handtekinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lítilli þyrlu var beitt við ránið. Mynd/AP
Lítilli þyrlu var beitt við ránið. Mynd/AP
Sænska lögreglan hefur handtekið þyrluflugmann úr þyrluráni sem framið var í Stokkhólmi á miðvikudaginn, eftir því sem fram kemur í blaðinu Expressen. Lögregluþjónar fóru í dag á heimili mannsins til að gera húsleit þar. Fleiri hafa verið handteknir í dag vegna málsins.

Arne Andersson, varðstjóri hjá sænsku Ríkislögreglustjóranum, segir að handtökur hafi farið friðsamlega fram. Hann segir að engar beinar vísbendingar hafi leitt til handtakanna heldur hafi þær verið niðurstaða mikillar rannsóknarvinnu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×