Lögreglan óttast um öryggi vegfarenda eftir niðurskurð 9. nóvember 2009 05:30 Frá hellisheiði Lögregla gagnrýnir að ekki var hægt að vara við hálku á umferðaröryggisskiltum við þjóðveginn. fréttablaðið/vilhelm „Hingað til hefur það dugað að hringja í Vegagerðina þegar svona skilyrði koma upp. Þá hefur bíll verið sendur um hæl,“ segir Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi. „Þess vegna hrukkum við til þegar okkur var sagt að þetta hefði breyst,“ segir Theódór, sem óttast að niðurskurður hjá Vegagerðinni komi niður á umferðaröryggi. Vegagerðin hefur sent niðurskurðartillögur til samgönguráðherra sem allar vinna að því að umferðaröryggi sé ekki ógnað, segir forstöðumaður. Mikil ísing hefur myndast á vegum í Borgarfirði í tvígang á stuttum tíma við sérstakar aðstæður. Þá er lofthiti þrjár til fjórar gráður en mikil hálka myndast engu að síður. Bílar sem voru vel búnir til vetraraksturs runnu þá út af veginum þrátt fyrir að varlega væri farið. Engan sakaði. Lögreglan í Borgarnesi hringdi í Vegagerðina en var neitað þegar beðið var um bíl til að salta vegina. Theodór kveðst vona að eitthvað tilfallandi hafi orsakað að ekki var hægt að senda bílinn. Hann segir að ósk lögreglu um að skilti yrðu notuð til að vara við hálku hafi jafnframt verið hafnað. Magnús V. Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi, segir að þjónustustig á svæðinu hafi ekki breyst þó að fjárhagsstaðan sé erfið. „Veðuraðstæður hafa verið sérstakar og það er stundum erfitt að bregðast við því,“ segir Magnús. Hann segir að samkvæmt verklagsreglum séu ákveðnir staðir hálkuvarðir en aðrir ekki. Þjónustustigið hafi þó aukist jafnt og þétt á síðustu árum. „En því er ekki að neita að peningar eru af mjög skornum skammti og þjónustan verður ekki aukin á næstunni nema eitthvað sérstakt komi til.“ Björn Ólafsson, forstöðumaður þjónustusviðs Vegagerðarinnar, segir að niðurskurðartillögur séu nú á borði samgönguráðherra. „Tillögurnar gera ekki ráð fyrir minni þjónustu og við munum verja umferðaröryggið. Það er forgangsatriði í okkar tillögum.“ Vegagerðin hefur úr um tveimur milljörðum að spila í dag en gerð er krafa um allt að tíu prósenta niðurskurð. „Það er kannski hægt að hjálpa okkur yfir þennan þröskuld því þetta er viðkvæmt mál.“ Björn segir sparnaðaraðgerðirnar verða kynntar um leið og ráðherra hafi tekið þær til yfirvegunar. - shá Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
„Hingað til hefur það dugað að hringja í Vegagerðina þegar svona skilyrði koma upp. Þá hefur bíll verið sendur um hæl,“ segir Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi. „Þess vegna hrukkum við til þegar okkur var sagt að þetta hefði breyst,“ segir Theódór, sem óttast að niðurskurður hjá Vegagerðinni komi niður á umferðaröryggi. Vegagerðin hefur sent niðurskurðartillögur til samgönguráðherra sem allar vinna að því að umferðaröryggi sé ekki ógnað, segir forstöðumaður. Mikil ísing hefur myndast á vegum í Borgarfirði í tvígang á stuttum tíma við sérstakar aðstæður. Þá er lofthiti þrjár til fjórar gráður en mikil hálka myndast engu að síður. Bílar sem voru vel búnir til vetraraksturs runnu þá út af veginum þrátt fyrir að varlega væri farið. Engan sakaði. Lögreglan í Borgarnesi hringdi í Vegagerðina en var neitað þegar beðið var um bíl til að salta vegina. Theodór kveðst vona að eitthvað tilfallandi hafi orsakað að ekki var hægt að senda bílinn. Hann segir að ósk lögreglu um að skilti yrðu notuð til að vara við hálku hafi jafnframt verið hafnað. Magnús V. Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi, segir að þjónustustig á svæðinu hafi ekki breyst þó að fjárhagsstaðan sé erfið. „Veðuraðstæður hafa verið sérstakar og það er stundum erfitt að bregðast við því,“ segir Magnús. Hann segir að samkvæmt verklagsreglum séu ákveðnir staðir hálkuvarðir en aðrir ekki. Þjónustustigið hafi þó aukist jafnt og þétt á síðustu árum. „En því er ekki að neita að peningar eru af mjög skornum skammti og þjónustan verður ekki aukin á næstunni nema eitthvað sérstakt komi til.“ Björn Ólafsson, forstöðumaður þjónustusviðs Vegagerðarinnar, segir að niðurskurðartillögur séu nú á borði samgönguráðherra. „Tillögurnar gera ekki ráð fyrir minni þjónustu og við munum verja umferðaröryggið. Það er forgangsatriði í okkar tillögum.“ Vegagerðin hefur úr um tveimur milljörðum að spila í dag en gerð er krafa um allt að tíu prósenta niðurskurð. „Það er kannski hægt að hjálpa okkur yfir þennan þröskuld því þetta er viðkvæmt mál.“ Björn segir sparnaðaraðgerðirnar verða kynntar um leið og ráðherra hafi tekið þær til yfirvegunar. - shá
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira