Innlent

Ísland gjörspillt samkvæmt nýrri könnun

Könnun Háskólans við Bifröst hefur leitt í ljós að 67 prósent þeirra sem tóku þátt í henni og tóku afstöðu telja að spilling í íslenskri stjórnsýsu sé mikil eða mjög mikil.

Könnunin var framkvæmd að beiðni Borgarahreyfingarinnar en tilefnið er niðurstaða Transparency International á spillingu hér á landi. Ítrekað hefur komið í ljós að Ísland sé eitt óspilltasta land í heimi samkvæmt þeim könnunum.

Þessi niðurstaða rímar ekki við niðurstöðu könnunar Bifrastar. Úrtakið var 1350 manns á landinu öllu og svarhlutfall var 63,6 prósent.

Hægt er að skoða niðurstöðuna betur í viðhengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×