Íslenski boltinn

Jónas Grani í Fjölni

Jónas Grani er aftur farinn frá FH
Jónas Grani er aftur farinn frá FH

Framherjinn Jónas Grani Garðarsson sem lék með FH í fyrra hefur ákveðið að ganga í raðir Fjölnis.

Jónas Grani var með lausa samninga hjá FH nú um áramótin en þessi 35 ára gamli leikmaður ákvað að halda áfram að spila og er nú kominn í Grafarvoginn þar sem hann verður á samningi til loka árs.

Jónas var markakóngur í úrvalsdeildinni árið 2007 þegar hann lék með Fram, en þá skoraði hann 13 mörk í 18 leikjum.

Honum gekk ekki jafn vel að skora í fyrrasumar þegar hann skoraði 2 mörk í 15 leikjum fyrir Íslandsmeistarana, enda var hann jafnan á varamannabekk liðsins.

Jónas Grani hóf feril sinn hjá Völsungi á Húsavík en fór þaðan í FH þar sem hann spilaði í átta ár áður en hann skipti yfir í Fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×