Innlent

Allsherjarnefnd fjalli um mál Álfheiðar

Gunnar Bragi.
Gunnar Bragi. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vill að allsherjarnefnd fjalli um mál Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra. Í umræðum á Alþingi á mánudag sagðist Álfheiður ekki sjá ástæðu til að biðjast afsökunar á þátttöku sinni í mótmælunum síðasta vetur eða ummælum sem hún lét falla um framgöngu lögreglu í þeim.

Í umræðunum bendi Gunnar Bragi þeirri fyrirspurn til Álfheiðar hvort hún væri enn sömu skoðunar og þegar hún sagði í fjölmiðlum að handtaka ungs manns sem leiddi til uppþots við lögreglustöðina á Hverfisgötu hefði verið hefndaraðgerð.

Gunnar Bragi tók málið upp að nýju á Alþingi í dag þegar hann spurði Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, formann allsherjarnefndar, hvort hún teldi ekki eðlilegt að málið yrði tekið upp í nefndinni. Mikilvægt væri að þar kæmi fram skýr stuðningur við lögreglumenn í landinu. Steinunni gafst ekki færri á að svara fyrirspurn þingflokksformannsins.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að þessu tilefni grafalvarlegt að ráðherrar teldu sjálfsagt að tala með þeim hætti að lögregla væri að misnota vald sitt.


Tengdar fréttir

Biður lögreglumenn ekki afsökunar

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, sér ekki ástæðu til að biðja lögreglumenn afsökunar á ummælum sem eftir henni voru höfð í búsáhaldabyltingunni í byrjun þessa árs. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, spurði Álfheiði út í málið á þingfundi í dag. Hann vildi að Álfheiður bæði lögreglumenn afsökunar á ummælum sínum þar sam hún í skyn að lögregla færi fram með of miklu harðræði og væru að hefna sín á mótmælendum. Veist hafi verið að lögreglumönnum og þeim veittir áverkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×