Innlent

Olís: Fyrirtækjum mismunað með hækkun

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Bensínstöð Olís á Akureyri
Bensínstöð Olís á Akureyri Mynd/Ægir
„Við teljum óeðlilega að þessu staðið," segir Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olís, um hækkun vörugjalda á bensíni sem gildi tók þann 28. maí síðastliðinn. Hann telur fyrirtækjum mismunað eftir birgðastöðu sinni, þar sem hækkunin náði ekki yfir birgðir fyrirtækjanna heldur eingöngu innflutning þeirra.

„Við erum ósátt við að breytingin skuli ekki hafa verið látin taka til birgða sem voru í landinu þegar skattarnir voru hækkaðir," segir Samúel.

„Þetta þýðir það að sá sem átti miklar birgðir hagnast á þessu á meðan við sem áttum minni birgðir þurfum að borga með eldsneytinu, það er ljóst."






Tengdar fréttir

Olís tekur hækkun til baka

Olís hefur ákveðið að lækka bensínverð hjá sér um 12,5 krónur á lítra. Fyrirtækið tekur þar með tímabundið á sig hækkun vörugjalda á bensín sem tók gildi 28. maí síðastliðinn.

Olís hækkar bensínverð um 12,5 krónur

Olís hækkaði í dag verð á öllu bensíni um 12,5 krónur. Hækkunin er tilkomin vegna breytinga á vörugjöldum sem tóku gildi þann 28. maí síðastliðinn. Þær bensínbirgðir sem félagið átti fyrir hækkunina kláruðust að sögn 18. Júní síðastliðinn, en síðan þá hefur fyrirtækið tvisvar flutt inn bensín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×