Íslenski boltinn

Fylkir í úrslit Reykjavíkurmótsins

Fylkir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu með 4-2 sigri á Fjölni í undanúrslitaleik í Egilshöllinni.

Kjartan Baldvinsson (2), Ingimundur Óskarsson og Einar Pétursson skoruðu mörk Árbæinga í leiknum, en þeir léku manni færri frá því um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Eskfirðingnum Val Fannari Gíslasyni var vikið af velli.

Aron Jóhannsson og Magnús Ingi Einarsson skoruðu mörk Fjölnis í leiknum.

Fylkir mætir annað hvort KR eða Fram í úrslitaleik mótsins, en þau leika síðari undanúrslitaleikinn annað kvöld á sama stað.
























Fleiri fréttir

Sjá meira


×