Lokað á Akranesi en ríkið kaupir danska framleiðslu 25. ágúst 2009 04:00 Sementsverksmiðjan Hefur framleitt 5,5 milljónir tonna af sementi úr íslensku hráefni frá stofnun. „Við horfum fram á ískaldan vetur og stjórnvöld verða án tafar að grípa til aðgerða til að örva byggingariðnaðinn“, segir Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Framleiðslu verður hætt 1. nóvember og fyrirtækið er í verulegum vandræðum ef ekki rætist úr. Gunnar segir að samdráttur í framleiðslu fyrirtækisins í kjölfar efnahagshrunsins sé allt að 45 prósent og hvað nánasta framtíð ber í skauti sér fyrir verksmiðjuna snúi að stjórnvöldum í tvennum skilningi. „Það verður að ráðast í stórframkvæmdir og má nefna Búðarhálsvirkjun og Vaðlaheiðargöng í því sambandi. Það myndi hjálpa til ef fyrirtæki í eigu ríkisins myndu kaupa íslenska framleiðslu en ekki innflutt danskt sement.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness, segir gagnrýnivert að á meðan íslenskt fyrirtæki berjist fyrir lífi sínu kaupi ríkið innflutt danskt sement í þúsunda tonna vís. „Aalborg Portland á Íslandi er búið að flytja inn 20 þúsund tonn af sementi á þessu ári fyrir 240 milljónir króna, og stærsti viðskiptavinurinn er Steypustöðin hf., sem er í eigu ríkisbankans Íslandsbanka. Vegagerðin notar líka danskt sement.“ Gunnar segir að 20 þúsund tonna framleiðsla myndi tryggja starfsemi Sementsverksmiðjunnar í tvo mánuði. Í verksmiðjunni starfa 45 manns en stöðvun hennar er talin koma við um 120 manns þegar afleidd störf eru tekin með í reikninginn. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir það skjóta skökku við að ríkisfyrirtæki kaupi innflutta vöru á sama tíma og íslensk fyrirtæki berjast í bökkum. „Við höfum beint því til landsmanna og okkar félagsmanna að versla hverjir við aðra. Það gildir um þetta líka.“ Jón leggur áherslu á að í sjálfu sér sé ekkert út á kaup fyrirtækja á innfluttu sementi að setja í sjálfu sér. Málið snúist frekar um það hvort verksmiðjan verði sett í gang aftur og hvort hér verði dönsk einokun á sementi þegar fram í sækir. „Þetta ættu menn að hafa í huga þegar þeir ákveða hvar þeir kaupa inn,“ segir Jón. - shá Gunnar Sigurðsson Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
„Við horfum fram á ískaldan vetur og stjórnvöld verða án tafar að grípa til aðgerða til að örva byggingariðnaðinn“, segir Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Framleiðslu verður hætt 1. nóvember og fyrirtækið er í verulegum vandræðum ef ekki rætist úr. Gunnar segir að samdráttur í framleiðslu fyrirtækisins í kjölfar efnahagshrunsins sé allt að 45 prósent og hvað nánasta framtíð ber í skauti sér fyrir verksmiðjuna snúi að stjórnvöldum í tvennum skilningi. „Það verður að ráðast í stórframkvæmdir og má nefna Búðarhálsvirkjun og Vaðlaheiðargöng í því sambandi. Það myndi hjálpa til ef fyrirtæki í eigu ríkisins myndu kaupa íslenska framleiðslu en ekki innflutt danskt sement.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness, segir gagnrýnivert að á meðan íslenskt fyrirtæki berjist fyrir lífi sínu kaupi ríkið innflutt danskt sement í þúsunda tonna vís. „Aalborg Portland á Íslandi er búið að flytja inn 20 þúsund tonn af sementi á þessu ári fyrir 240 milljónir króna, og stærsti viðskiptavinurinn er Steypustöðin hf., sem er í eigu ríkisbankans Íslandsbanka. Vegagerðin notar líka danskt sement.“ Gunnar segir að 20 þúsund tonna framleiðsla myndi tryggja starfsemi Sementsverksmiðjunnar í tvo mánuði. Í verksmiðjunni starfa 45 manns en stöðvun hennar er talin koma við um 120 manns þegar afleidd störf eru tekin með í reikninginn. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir það skjóta skökku við að ríkisfyrirtæki kaupi innflutta vöru á sama tíma og íslensk fyrirtæki berjast í bökkum. „Við höfum beint því til landsmanna og okkar félagsmanna að versla hverjir við aðra. Það gildir um þetta líka.“ Jón leggur áherslu á að í sjálfu sér sé ekkert út á kaup fyrirtækja á innfluttu sementi að setja í sjálfu sér. Málið snúist frekar um það hvort verksmiðjan verði sett í gang aftur og hvort hér verði dönsk einokun á sementi þegar fram í sækir. „Þetta ættu menn að hafa í huga þegar þeir ákveða hvar þeir kaupa inn,“ segir Jón. - shá Gunnar Sigurðsson
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira