Lokað á Akranesi en ríkið kaupir danska framleiðslu 25. ágúst 2009 04:00 Sementsverksmiðjan Hefur framleitt 5,5 milljónir tonna af sementi úr íslensku hráefni frá stofnun. „Við horfum fram á ískaldan vetur og stjórnvöld verða án tafar að grípa til aðgerða til að örva byggingariðnaðinn“, segir Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Framleiðslu verður hætt 1. nóvember og fyrirtækið er í verulegum vandræðum ef ekki rætist úr. Gunnar segir að samdráttur í framleiðslu fyrirtækisins í kjölfar efnahagshrunsins sé allt að 45 prósent og hvað nánasta framtíð ber í skauti sér fyrir verksmiðjuna snúi að stjórnvöldum í tvennum skilningi. „Það verður að ráðast í stórframkvæmdir og má nefna Búðarhálsvirkjun og Vaðlaheiðargöng í því sambandi. Það myndi hjálpa til ef fyrirtæki í eigu ríkisins myndu kaupa íslenska framleiðslu en ekki innflutt danskt sement.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness, segir gagnrýnivert að á meðan íslenskt fyrirtæki berjist fyrir lífi sínu kaupi ríkið innflutt danskt sement í þúsunda tonna vís. „Aalborg Portland á Íslandi er búið að flytja inn 20 þúsund tonn af sementi á þessu ári fyrir 240 milljónir króna, og stærsti viðskiptavinurinn er Steypustöðin hf., sem er í eigu ríkisbankans Íslandsbanka. Vegagerðin notar líka danskt sement.“ Gunnar segir að 20 þúsund tonna framleiðsla myndi tryggja starfsemi Sementsverksmiðjunnar í tvo mánuði. Í verksmiðjunni starfa 45 manns en stöðvun hennar er talin koma við um 120 manns þegar afleidd störf eru tekin með í reikninginn. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir það skjóta skökku við að ríkisfyrirtæki kaupi innflutta vöru á sama tíma og íslensk fyrirtæki berjast í bökkum. „Við höfum beint því til landsmanna og okkar félagsmanna að versla hverjir við aðra. Það gildir um þetta líka.“ Jón leggur áherslu á að í sjálfu sér sé ekkert út á kaup fyrirtækja á innfluttu sementi að setja í sjálfu sér. Málið snúist frekar um það hvort verksmiðjan verði sett í gang aftur og hvort hér verði dönsk einokun á sementi þegar fram í sækir. „Þetta ættu menn að hafa í huga þegar þeir ákveða hvar þeir kaupa inn,“ segir Jón. - shá Gunnar Sigurðsson Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
„Við horfum fram á ískaldan vetur og stjórnvöld verða án tafar að grípa til aðgerða til að örva byggingariðnaðinn“, segir Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Framleiðslu verður hætt 1. nóvember og fyrirtækið er í verulegum vandræðum ef ekki rætist úr. Gunnar segir að samdráttur í framleiðslu fyrirtækisins í kjölfar efnahagshrunsins sé allt að 45 prósent og hvað nánasta framtíð ber í skauti sér fyrir verksmiðjuna snúi að stjórnvöldum í tvennum skilningi. „Það verður að ráðast í stórframkvæmdir og má nefna Búðarhálsvirkjun og Vaðlaheiðargöng í því sambandi. Það myndi hjálpa til ef fyrirtæki í eigu ríkisins myndu kaupa íslenska framleiðslu en ekki innflutt danskt sement.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness, segir gagnrýnivert að á meðan íslenskt fyrirtæki berjist fyrir lífi sínu kaupi ríkið innflutt danskt sement í þúsunda tonna vís. „Aalborg Portland á Íslandi er búið að flytja inn 20 þúsund tonn af sementi á þessu ári fyrir 240 milljónir króna, og stærsti viðskiptavinurinn er Steypustöðin hf., sem er í eigu ríkisbankans Íslandsbanka. Vegagerðin notar líka danskt sement.“ Gunnar segir að 20 þúsund tonna framleiðsla myndi tryggja starfsemi Sementsverksmiðjunnar í tvo mánuði. Í verksmiðjunni starfa 45 manns en stöðvun hennar er talin koma við um 120 manns þegar afleidd störf eru tekin með í reikninginn. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir það skjóta skökku við að ríkisfyrirtæki kaupi innflutta vöru á sama tíma og íslensk fyrirtæki berjast í bökkum. „Við höfum beint því til landsmanna og okkar félagsmanna að versla hverjir við aðra. Það gildir um þetta líka.“ Jón leggur áherslu á að í sjálfu sér sé ekkert út á kaup fyrirtækja á innfluttu sementi að setja í sjálfu sér. Málið snúist frekar um það hvort verksmiðjan verði sett í gang aftur og hvort hér verði dönsk einokun á sementi þegar fram í sækir. „Þetta ættu menn að hafa í huga þegar þeir ákveða hvar þeir kaupa inn,“ segir Jón. - shá Gunnar Sigurðsson
Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent