Erlent

Að minnsta kosti fimmtán létust í Indónesíuskjálfta

Að minnsta kosti fimmtán eru látnir í Indónesíu eftir að stór jarðskjálfti reið þar yfir í morgun. Flóðbyljguviðvörun var gefin út fyrir öll lönd sem eiga strönd að Indlandshafi en hún hefur nú verið dregin til baka.

Skjálftinn var 7,4 á Richter-kvarðanum og voru upptök hans um 240 kílómetra frá höfuðborginni Jakarta. Sjónarvottar á staðnum segja að eyðileggingin sé gríðarleg á svæðum næst upptökum skjálftans og óttast er að mun fleiri hafi látið lífið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×