Innlent

Réðst inn í Lyfju með exi að vopni

Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum eftir að hafa ráðist inn í Lyfju í Lágmúla vopnaður exi og heimtað að fá afhent ritalin, sem er örvandi lyf. Starfsmaður Lyfju elti manninn út á götu eftir ránið og gat bent lögreglumönnum á það hvert hann hefði farið. Lögreglumenn fóru á eftir manninum og fundu hann í Álftamýri. Maðurinn var í annarlegu ástandi og er nú í fangageymslum lögreglunnar. Hann hefur komið við sögu lögreglu áður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×