Erlent

Óttast svínaflensusmit í Disney

Disneyland. Engin svínaflensa þar á ferð.
Disneyland. Engin svínaflensa þar á ferð.

Mikki mús og félagar taka enga áhættu þegar svínaflensan er annarsvegar en forsvarsmenn Disney-garðsins í Orlando í Bandaríkjunum hafa sett upp sextíu sótthreinsidunka víðsvegar um garðinn heimsfræga samkvæmt fréttastofu AFP.

Sótthreinsidunkarnir eru meðal annars í anddyri Disney hótelsins og á staðnum þar sem gestir heilsa Disney fígúrunum.

Þeir láta þó ekki staðar numið þar því einnig er bleðlum dreift til gesta og þar er þeim bent á möguleg ráð til þess að koma í veg fyrir smit, svo sem með því að halda fyrir munninn þegar þeir hnerra á sýningum. Þá er þeim einnig bent á að þvo sér reglulega um hendur.

Aðgerðir Disney-manna eru hvað mest afgerandi af öllum þeim skemmtigörðum sem finna má í Bandaríkjunum vegna flensunnar. Framkvæmdastjóri garðsins, Zoraya Suarez, segir aðgerðirnar hluti af herferð skemmtigarðsins til þess að koma í veg fyrir smit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×