Ég er ástfangin af Íslandi 23. september 2009 00:01 Danska leikkonan Iben Hjejle segist vera orðin ástfangin af Íslandi eftir þrjár heimsóknir hingað. Hún segir vinsældir Klovn með ólíkindum og að Frank Kvam sé eiginlega nútímaútgáfa af Emil í Kattholti. Fréttablaðið/Vilhelm Danska leikkonan Iben Hjejle er formaður dómnefndar á kvikmyndahátíðinni RIFF. Hér á landi er hún eflaust þekktust sem Iben í Klovn en ferill hennar spannar næstum tuttugu ár í bæði sjónvarpi og kvikmyndum. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við leikkonuna um Ísland, útrásina og Klovn, en ekki hvað? „Ég er einfaldlega ástfangin af Íslandi,“ segir Iben Hjejle þegar hún er innt eftir því af hverju í ósköpunum hún hafi fallist á að koma til Íslands og sitja í dómnefnd á kvikmyndahátíð í Reykjavík. „Ég hef komið hingað tvisvar, einu sinni með Klovn og svo sagði kærastinn minn mér einhvern tímann að Ísland væri fallegasta land í heimi svo að ég varð náttúrlega að koma hingað til að sjá þann stað.“ Kærastinn, sem Iben vísar þarna til, er væntanlega Casper Christiansen, mótleikari hennar úr Klovn. Lofræðunni um Ísland er síður en svo lokið því Iben þykir Reykjavík merkileg borg. „Það er eitthvað við hana, hún virkar frekar gamaldags en svo er bara hægt að fá frábært sushi inni á milli,“ segir Iben og bætir því við að hún kunni ákaflega vel við Íslendinga og íslenskt lundarfar. „Mér finnst ég allavega tengdari Íslendingum en Svíum. Þið hafið þurft að kljást við válynd veður og maður fær strax á tilfinninguna að lífið hér hafi alltaf verið harðneskjulegt. En þið eruð naglar og ég kann vel við það og svo hjálpar til að það ekki mikill munur á dönskum og íslenskum húmor.“ Þrátt fyrir að Iben sé hvað þekktust hér á landi fyrir hlutverk sitt í Klovn þá á hún stóran þátt í útrás danskra leikara en hún hófst með hinum svokölluðu dogma-myndum fyrir rúmum áratug. Sjálf lék Iben í Mifunes sidste sang. „Það var ekki alltaf auðvelt fyrir dönsku leikarana að koma sér á framfæri erlendis. Dogma-myndirnar opnuðu okkur ýmsar dyr. Þær vöktu mikla athygli utan Danmerkur, bæði í Evrópu og Ameríku, og kvikmyndagerðarmenn komu auga á athyglisverða danska leikara sem þeir vildu nota í einhverjum öðruvísi myndum,“ segir Iben en meðal þeirra dönsku leikara sem hafa notið góðs af dogma-útrásinni má nefna Bond-félagana Mads Mikkelsen og Jesper Christensen, sem báðir léku stórt hlutverk í Casino Royale, og Connie Nielsen en hún var í stóru hlutverki í Óskarsverðlaunamyndinni Gladiator. Gamanþættirnir um Frank, Casper, Miu og Iben hafa slegið í gegn á Íslandi sem og annars staðar á Norðurlöndunum. Iben viðurkennir að hana hafi aldrei dreymt um að þættirnir myndu njóta jafnmikilla vinsælda og raun ber vitni. „Við náðum að fylgja þessum straumum og stefnum sem komu í kjölfarið á Office og Curb Your Enthusiasm þar sem áhorfandinn veit ekki hvort hann er að horfa á heimildarmynd eða leikið efni.“ Iben bætir því við að ekki megi heldur gleyma þessum samnorræna tón sem skín í gegn. „Við höfum svo mikið af hefðum og ritúölum sem þættirnir skora aðeins á hólm; hvernig við eigum að haga okkur um jólin og á börum. Allir eiga að vera eins en mannfólkið er nú ekki þannig.“ Leikkonan bendir jafnframt á að þættirnir séu umfram allt sammanneskjulegir; þeir fáist við aðstæður sem allir geti lent í eða hafi lent í. „Lífið er fullt af pínlegum aðstæðum og það er það sem þættirnir ganga út á; þetta pínlega í hversdagslega lífinu og hversu reiðubúin við erum að ljúga okkur út úr þeim aðstæðum eða koma sökinni yfir á einhvern annan.“ Og Iben lýsir Frank, aðalpersónunni í Klovn, sem nútímaútgáfu af Emil í Kattholti. „Hann vill vel, hann hefur mjög sterka réttlætiskennd. Og hann vill alltaf hjálpa til og gera sitt. Vandamálið er bara að þetta mistekst yfirleitt hjá honum og endar með ósköpum. Og Frank endar yfirleitt úti í skúr að tálga.“ Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Danska leikkonan Iben Hjejle er formaður dómnefndar á kvikmyndahátíðinni RIFF. Hér á landi er hún eflaust þekktust sem Iben í Klovn en ferill hennar spannar næstum tuttugu ár í bæði sjónvarpi og kvikmyndum. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við leikkonuna um Ísland, útrásina og Klovn, en ekki hvað? „Ég er einfaldlega ástfangin af Íslandi,“ segir Iben Hjejle þegar hún er innt eftir því af hverju í ósköpunum hún hafi fallist á að koma til Íslands og sitja í dómnefnd á kvikmyndahátíð í Reykjavík. „Ég hef komið hingað tvisvar, einu sinni með Klovn og svo sagði kærastinn minn mér einhvern tímann að Ísland væri fallegasta land í heimi svo að ég varð náttúrlega að koma hingað til að sjá þann stað.“ Kærastinn, sem Iben vísar þarna til, er væntanlega Casper Christiansen, mótleikari hennar úr Klovn. Lofræðunni um Ísland er síður en svo lokið því Iben þykir Reykjavík merkileg borg. „Það er eitthvað við hana, hún virkar frekar gamaldags en svo er bara hægt að fá frábært sushi inni á milli,“ segir Iben og bætir því við að hún kunni ákaflega vel við Íslendinga og íslenskt lundarfar. „Mér finnst ég allavega tengdari Íslendingum en Svíum. Þið hafið þurft að kljást við válynd veður og maður fær strax á tilfinninguna að lífið hér hafi alltaf verið harðneskjulegt. En þið eruð naglar og ég kann vel við það og svo hjálpar til að það ekki mikill munur á dönskum og íslenskum húmor.“ Þrátt fyrir að Iben sé hvað þekktust hér á landi fyrir hlutverk sitt í Klovn þá á hún stóran þátt í útrás danskra leikara en hún hófst með hinum svokölluðu dogma-myndum fyrir rúmum áratug. Sjálf lék Iben í Mifunes sidste sang. „Það var ekki alltaf auðvelt fyrir dönsku leikarana að koma sér á framfæri erlendis. Dogma-myndirnar opnuðu okkur ýmsar dyr. Þær vöktu mikla athygli utan Danmerkur, bæði í Evrópu og Ameríku, og kvikmyndagerðarmenn komu auga á athyglisverða danska leikara sem þeir vildu nota í einhverjum öðruvísi myndum,“ segir Iben en meðal þeirra dönsku leikara sem hafa notið góðs af dogma-útrásinni má nefna Bond-félagana Mads Mikkelsen og Jesper Christensen, sem báðir léku stórt hlutverk í Casino Royale, og Connie Nielsen en hún var í stóru hlutverki í Óskarsverðlaunamyndinni Gladiator. Gamanþættirnir um Frank, Casper, Miu og Iben hafa slegið í gegn á Íslandi sem og annars staðar á Norðurlöndunum. Iben viðurkennir að hana hafi aldrei dreymt um að þættirnir myndu njóta jafnmikilla vinsælda og raun ber vitni. „Við náðum að fylgja þessum straumum og stefnum sem komu í kjölfarið á Office og Curb Your Enthusiasm þar sem áhorfandinn veit ekki hvort hann er að horfa á heimildarmynd eða leikið efni.“ Iben bætir því við að ekki megi heldur gleyma þessum samnorræna tón sem skín í gegn. „Við höfum svo mikið af hefðum og ritúölum sem þættirnir skora aðeins á hólm; hvernig við eigum að haga okkur um jólin og á börum. Allir eiga að vera eins en mannfólkið er nú ekki þannig.“ Leikkonan bendir jafnframt á að þættirnir séu umfram allt sammanneskjulegir; þeir fáist við aðstæður sem allir geti lent í eða hafi lent í. „Lífið er fullt af pínlegum aðstæðum og það er það sem þættirnir ganga út á; þetta pínlega í hversdagslega lífinu og hversu reiðubúin við erum að ljúga okkur út úr þeim aðstæðum eða koma sökinni yfir á einhvern annan.“ Og Iben lýsir Frank, aðalpersónunni í Klovn, sem nútímaútgáfu af Emil í Kattholti. „Hann vill vel, hann hefur mjög sterka réttlætiskennd. Og hann vill alltaf hjálpa til og gera sitt. Vandamálið er bara að þetta mistekst yfirleitt hjá honum og endar með ósköpum. Og Frank endar yfirleitt úti í skúr að tálga.“
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira