Milljón fyrir bestu myndirnar 9. október 2009 05:00 Allir Íslendingar geta tekið þátt í verðlaunasamkeppni um forsíðu Símaskrárinnar.fréttablaðið/valli „Okkur fannst í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu tilvalið að koma með eitthvað spennandi og jákvætt fyrir fólkið í þjóðfélaginu að hugsa um,“ segir Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri Símaskrárinnar. Verðlaunasamkeppni hefst í næstu viku um forsíðu Símaskrárinnar 2010 þar sem áhersla verður lögð á að sýna Ísland í jákvæðu ljósi. Allir geta tekið þátt og er verðlaunaféð ein milljón króna. Sjö hundruð þúsund fást fyrir fyrsta sætið, 200 þúsund fyrir annað og 100 þúsund fyrir það þriðja. Sérstök aukaverðlaun að upphæð 50 þúsund krónur verða jafnframt veitt fyrir jákvæðustu tillöguna. Sigurmyndin verður prentuð í 150 þúsund eintökum og því um einstakt tækifæri að ræða fyrir áhugasama Íslendinga. „Það verður voðalega gaman að vinna og fá myndina sína á forsíðu á útbreiddustu bók landsins, eins og við köllum hana,“ segir Guðrún María. Myndverkið getur verið ljósmynd, ljóð, teikning eða á hverju því formi sem hægt er að prenta á forsíðu Símaskrárinnar og hæfir viðfangsefninu. Hugleikur Dagsson hefur átt forsíðu Símaskrárinnar síðustu tvö árin en núna var ákveðið að breyta til. Guðrún María leggur áherslu á að allir geti tekið þátt og sent inn sínar tillögur. „Þriggja ára gamalt barn má teikna mynd af Íslandi í jákvæðu ljósi og senda inn. Það fá allir tækifæri. Okkur finnst þetta rosalega spennandi verkefni og við hlökkum mikið til að sjá hvað kemur inn.“ Skilafrestur rennur út 1. desember. Eftir að greint hefur verið frá verðlaunahöfum er gert ráð fyrir að halda sýningu á innsendum tillögum. Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira
„Okkur fannst í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu tilvalið að koma með eitthvað spennandi og jákvætt fyrir fólkið í þjóðfélaginu að hugsa um,“ segir Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri Símaskrárinnar. Verðlaunasamkeppni hefst í næstu viku um forsíðu Símaskrárinnar 2010 þar sem áhersla verður lögð á að sýna Ísland í jákvæðu ljósi. Allir geta tekið þátt og er verðlaunaféð ein milljón króna. Sjö hundruð þúsund fást fyrir fyrsta sætið, 200 þúsund fyrir annað og 100 þúsund fyrir það þriðja. Sérstök aukaverðlaun að upphæð 50 þúsund krónur verða jafnframt veitt fyrir jákvæðustu tillöguna. Sigurmyndin verður prentuð í 150 þúsund eintökum og því um einstakt tækifæri að ræða fyrir áhugasama Íslendinga. „Það verður voðalega gaman að vinna og fá myndina sína á forsíðu á útbreiddustu bók landsins, eins og við köllum hana,“ segir Guðrún María. Myndverkið getur verið ljósmynd, ljóð, teikning eða á hverju því formi sem hægt er að prenta á forsíðu Símaskrárinnar og hæfir viðfangsefninu. Hugleikur Dagsson hefur átt forsíðu Símaskrárinnar síðustu tvö árin en núna var ákveðið að breyta til. Guðrún María leggur áherslu á að allir geti tekið þátt og sent inn sínar tillögur. „Þriggja ára gamalt barn má teikna mynd af Íslandi í jákvæðu ljósi og senda inn. Það fá allir tækifæri. Okkur finnst þetta rosalega spennandi verkefni og við hlökkum mikið til að sjá hvað kemur inn.“ Skilafrestur rennur út 1. desember. Eftir að greint hefur verið frá verðlaunahöfum er gert ráð fyrir að halda sýningu á innsendum tillögum.
Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira