Milljón fyrir bestu myndirnar 9. október 2009 05:00 Allir Íslendingar geta tekið þátt í verðlaunasamkeppni um forsíðu Símaskrárinnar.fréttablaðið/valli „Okkur fannst í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu tilvalið að koma með eitthvað spennandi og jákvætt fyrir fólkið í þjóðfélaginu að hugsa um,“ segir Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri Símaskrárinnar. Verðlaunasamkeppni hefst í næstu viku um forsíðu Símaskrárinnar 2010 þar sem áhersla verður lögð á að sýna Ísland í jákvæðu ljósi. Allir geta tekið þátt og er verðlaunaféð ein milljón króna. Sjö hundruð þúsund fást fyrir fyrsta sætið, 200 þúsund fyrir annað og 100 þúsund fyrir það þriðja. Sérstök aukaverðlaun að upphæð 50 þúsund krónur verða jafnframt veitt fyrir jákvæðustu tillöguna. Sigurmyndin verður prentuð í 150 þúsund eintökum og því um einstakt tækifæri að ræða fyrir áhugasama Íslendinga. „Það verður voðalega gaman að vinna og fá myndina sína á forsíðu á útbreiddustu bók landsins, eins og við köllum hana,“ segir Guðrún María. Myndverkið getur verið ljósmynd, ljóð, teikning eða á hverju því formi sem hægt er að prenta á forsíðu Símaskrárinnar og hæfir viðfangsefninu. Hugleikur Dagsson hefur átt forsíðu Símaskrárinnar síðustu tvö árin en núna var ákveðið að breyta til. Guðrún María leggur áherslu á að allir geti tekið þátt og sent inn sínar tillögur. „Þriggja ára gamalt barn má teikna mynd af Íslandi í jákvæðu ljósi og senda inn. Það fá allir tækifæri. Okkur finnst þetta rosalega spennandi verkefni og við hlökkum mikið til að sjá hvað kemur inn.“ Skilafrestur rennur út 1. desember. Eftir að greint hefur verið frá verðlaunahöfum er gert ráð fyrir að halda sýningu á innsendum tillögum. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
„Okkur fannst í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu tilvalið að koma með eitthvað spennandi og jákvætt fyrir fólkið í þjóðfélaginu að hugsa um,“ segir Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri Símaskrárinnar. Verðlaunasamkeppni hefst í næstu viku um forsíðu Símaskrárinnar 2010 þar sem áhersla verður lögð á að sýna Ísland í jákvæðu ljósi. Allir geta tekið þátt og er verðlaunaféð ein milljón króna. Sjö hundruð þúsund fást fyrir fyrsta sætið, 200 þúsund fyrir annað og 100 þúsund fyrir það þriðja. Sérstök aukaverðlaun að upphæð 50 þúsund krónur verða jafnframt veitt fyrir jákvæðustu tillöguna. Sigurmyndin verður prentuð í 150 þúsund eintökum og því um einstakt tækifæri að ræða fyrir áhugasama Íslendinga. „Það verður voðalega gaman að vinna og fá myndina sína á forsíðu á útbreiddustu bók landsins, eins og við köllum hana,“ segir Guðrún María. Myndverkið getur verið ljósmynd, ljóð, teikning eða á hverju því formi sem hægt er að prenta á forsíðu Símaskrárinnar og hæfir viðfangsefninu. Hugleikur Dagsson hefur átt forsíðu Símaskrárinnar síðustu tvö árin en núna var ákveðið að breyta til. Guðrún María leggur áherslu á að allir geti tekið þátt og sent inn sínar tillögur. „Þriggja ára gamalt barn má teikna mynd af Íslandi í jákvæðu ljósi og senda inn. Það fá allir tækifæri. Okkur finnst þetta rosalega spennandi verkefni og við hlökkum mikið til að sjá hvað kemur inn.“ Skilafrestur rennur út 1. desember. Eftir að greint hefur verið frá verðlaunahöfum er gert ráð fyrir að halda sýningu á innsendum tillögum.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira