Lífið

Hljóðfærum stolið af Sudden Weather Change

Hljóðfærum hljómsveitarinnar var stolið.
Hljóðfærum hljómsveitarinnar var stolið. Mynd/Heiða

Brotist var inn í æfingahúsnæði hljómsveitarinnar Reykjavík! og stolið þaðan hljóðfærum úr eigu Sudden Weather Change sem strákarnir höfðu fengið að geyma í húsinu. Meðal annars var stolið effektum og rauðum gítar af gerðinni Fender Mustang, auk þess sem fartölva var tekin.

„Þetta var áfall og líka leiðinlegt. Þetta er eitthvað svo persónulegt," segir Logi Höskuldsson í Sudden Weather Change. „Þetta er dýr gítar og gítareffektarnir eru upp á svona 120 þúsund kall." Ókeypis tónleikar verða haldnir á Kaffistofunni við Hverfisgötu í kvöld þar sem gestir eru hvattir til að gefa í söfnunarsjóð til styrktar Sudden Weather Change. Þar koma fram Reykjavík!, Sudden Weather Change og AMFJ. Logi hvetur alla til að mæta, ekki bara til að styrkja þá félaga, heldur líka til að hlusta á frábæra tónlist.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.