Innlent

40 prósent fleiri fyrirspurnir

Jóhannes Gunnarsson er formaður Neytendasamtakanna.
Jóhannes Gunnarsson er formaður Neytendasamtakanna.

Neytendasamtökunum bárust alls 122.643 erindi og fyrirspurnir á nýliðinu ári sem er um 40% aukning frá árinu 2007. Flestar fyrirspurnirnar voru vegna verðlags og auglýsinga, ferðalaga, fjármálafyrirtækja og raftækja.

Töluleg fjölgun erinda varð í flestum flokkum, þó sýnu mest hvað varðaði fyrirspurnir vegna fjármálafyrirtækja, en þar jukust erindi um 234%.

Kvörtunarmálum þegar starfsfólk Neytendasamtakanna hefur milligöngu um að ná sáttum milli neytenda og seljenda fjölgaði umtalsvert á árinu en þau voru 235 á árinu.

Mest aukning var í þeim málum sem bárust Evrópsku neytendaaðstoðinni en þau mál voru 25 á árinu, en einungis sjö árið áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×