Innlent

Skóflustunga tekin að stúdentaíbúðuum

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, tók í dag fyrstu skólfustunguna að nýju stúdentaíbúðunum.
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, tók í dag fyrstu skólfustunguna að nýju stúdentaíbúðunum. MYND/Stefán

Pétur Markan, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands, telur að skóflustunga að nýjum Stúdentagörðum við Skógarveg marki upphafið að uppbyggingu á glæsilegum námsmannaíbúðum sem sé ákaflega mikilvægt fyrir stúdenta sem berjast nú í bökkum líkt og aðrir landsmenn.

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, tók í dag fyrstu skólfustunguna að nýju stúdentaíbúðunum. Að mokstrinum loknum lýstu hún og björgunarsveitarmenn upp himininn með björtum kveðjum til stúdenta og þeirra nýju nágranna.

,,Þetta eru því góð tíðindi og mikið gæfuspor í hagsmunabaráttu stúdenta. Námsmenn brosa því í dag svo sér í tennur," segir Pétur og bætir við að næsta verkefni sé að tryggja stúdentum stöðuga og næga fjárhagslega afkomu. Það verði gert í næstu samningum við Lánasjóð íslenskra námsmanna.

Á görðunum við Skógarveg munu þrjú fjögurra hæða hús rísa. Í þeim verða 80 tveggja og þriggja herbergja fjölskylduíbúðir en gert er ráð fyrir að íbúar verði um á bilinu 160 til 200. Áætlað er að verklok verði 1. desember 2009.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×