Innlent

Guðmundur hyggur á þingsæti

Guðmundur Steingrímsson.
Guðmundur Steingrímsson.

Guðmundur Steingrímsson hyggur á frama í pólitík og ætlar að bjóða sig fram í alþingiskosningum fari svo að það verði kosið í ár. Guðmundur, sem er sonur Steingríms Hermannssonar fyrrverandi forsætisráðherra, gekk í Framsóknarflokkinn í dag. Hann segist ekki ætla að gefa kost á sér í embætti á flokksþingi framsóknarmanna, sem haldið er um miðjan janúar. Hann segist heldur ekki ætla að upplýsa um afstöðu sína til frambjóðenda.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×