Innlent

Borgarstjórn fundar um fjárhagsáætlun

Frá fundi borgarstjórnar sl. haust.
Frá fundi borgarstjórnar sl. haust.

 

Síðari umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 hófst klukkan 14 í dag og er búist við að fundur borgarstjórnar standi fram á kvöld. Samkvæmt drögum sem lögð voru fyrir borgarstjórn 22. desember er gert ráð fyrir að álagningarhlutföll útsvars, fasteignaskatta, lóðarleigu og holræsagjalds verði ekki hækkuð. Hagrætt verður í stjórnsýslu borgarinnar og laun borgarfulltrúa og æðstu stjórnenda lækka um 10%.

Dagur B. Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir sögðu í tilkynningu í morgun að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, hafi lagt fram óútfærða tillögu að 2,5 milljarða niðurskurði á lokaspretti vinnu við undirbúning fjárhagsáæltunar borgarinnar til að áætluninni mætti loka á núlli.

Að þeirra mati jafngildir það niðurskurði sem nemur um um 5% af rekstrarkostnaði Reykjavíkurborgar og sé sambærilegt við það ef helmingur af niðurskurði fjárlaga ríkisins væri enn óútfærður. Dagur og Svandís segja að vandanum hafi verið ýtt inn í árið og minnihlutinn hafi gert fyrirvara við þessi áform og vinnubrögð.




Tengdar fréttir

Segja 2,5 milljarða gat í fjárhagsáætlun borgarinnar

Sjö milljarða framkvæmdir Reykjavíkurborgar eru í óvissu og tveggja og hálfs milljarða gat er í fjárhagsáætlun borgarinnar, að sögn Dags B. Eggertssonar oddvita Samfylkingarinnar og Svandísar Svavarsdóttur oddvita Vinstri grænna í borgarstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×