Opið bréf til karlmanna 5. desember 2009 06:00 Kæri bróðir. Miðvikudaginn 25. nóvember fór ég í göngu. Þetta var góð ganga, bjartsýni, blöðrur og stjörnuljós einkenndu hana en það var annað sem ég staldraði við. Það var sú staðreynd að aðeins örfáir karlmenn tóku þátt í henni. Kannski hefði það ekki skipt öllu máli ef ekki hefði verið um að ræða göngu gegn kynbundnu ofbeldi. Ég varð hugsi yfir því hversu fáir kynbræður mínir tóku þátt í göngunni. Ekki batnaði það þegar ég var spurður hvað ég væri að gera þarna. Kynbundið ofbeldi virðist nefnilega vera kvennamál og hér er rétt að taka fram að það voru kvenskörungar sem ég met mikils sem spurðu en ekki einhverjir gamlir karlfauskar. Nýverið héldu Ungir jafnaðarmenn tvo fundi þar sem fjallað var um dapurleg mál, annars vegar um kynbundið ofbeldi og hins vegar mansal. Fundirnir heppnuðust vel sem slíkir en helstu niðurstöður voru svo sláandi að rétt er að birta þær hér: • Rúmlega 22.000 konur á Íslandi hafa verið beittar alvarlegu kynferðislegu ofbeldi • Gera má ráð fyrir því að fimmta hver stúlka undir 18 ára aldri sé misnotuð kynferðislega • Tíundi hver strákur undir 18 ára aldri er misnotaður kynferðislega • Þriðja hver kona á Íslandi segist hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi • Götuvændi á Íslandi er að aukast • Alla vega 59 konur hafa verið fórnarlömb mansals hérlendis skv. rannsóknum og líklega eru þær mun fleiri 22.000 íslenskar konur hafa orðið fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Tuttugu og tvö þúsund. Þetta er auðvitað ekkert annað en faraldur. Og samkvæmt því sem maður heyrir er aðgerðaáætlun, sem unnin var fyrir örfáum árum vegna kynbundins ofbeldis, ekki virk. Kannski er skýringa meðal annars að leita í því viðhorfi sem tekur á móti manni þegar mætt er í göngu á borð við þá sem nefnd var í upphafi þ.e. að kynbundið ofbeldi sé bara kvennamál. Í langflestum tilfellum eru það karlar sem nauðga. Það er því miður staðreynd og það er þess vegna sem ég geri mér far um að fara yfir götuna þegar ég er einn úti að ganga að kvöldi til og mæti konu sem er líka ein. Hvað þarf að breytast í samfélaginu til þess að konur þurfi ekki að óttast að mæta karlmanni á gangi og ég þurfi ekki að labba yfir götuna? Svarið er auðvitað ekki einfalt en ég vil nefna tvennt sérstaklega í þessu samhengi. Annars vegar að það er ákaflega mikilvægt að stjórnsýslan geri sér samhæfða aðgerðaáætlun um kynbundið ofbeldi á svipaðan hátt og gert var í kringum mansal og hefur sannað gildi sitt nýlega. Og ekki bara útbúa áætlunina, heldur vinna eftir henni. Þá er ekki síður mikilvægt að við karlar sýnum jafn mikinn áhuga á þessum málaflokki og konur og látum ekki þar við sitja heldur sýnum hann líka í verki. Og þá er komið að kjarna þessa bréfs til þín kæri kynbróðir: Taktu þátt! Sýndu í verki að þér sé ekki sama um þessi mál. 22.000 konur. Þetta eru mæður okkar, dætur, systur, frænkur og vinkonur. Og við þetta bætast líka synir okkar, feður, bræður, frændur og vinir. Þetta er ekki einkamál 50% þjóðarinnar. Þetta er óásættanlegt samfélagsmein. Bræður, hvar sem við stöndum í pólitík, hvar sem við stöndum í samfélaginu, sýnum að við höfum áhuga á raunverulegu jafnrétti! Þetta er þjóðfélagsmein sem okkur ber siðferðisleg skylda til að uppræta. Bróðir, taktu þátt. Stöðvum kynbundið ofbeldi! Höfundur er varaformaður Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Kæri bróðir. Miðvikudaginn 25. nóvember fór ég í göngu. Þetta var góð ganga, bjartsýni, blöðrur og stjörnuljós einkenndu hana en það var annað sem ég staldraði við. Það var sú staðreynd að aðeins örfáir karlmenn tóku þátt í henni. Kannski hefði það ekki skipt öllu máli ef ekki hefði verið um að ræða göngu gegn kynbundnu ofbeldi. Ég varð hugsi yfir því hversu fáir kynbræður mínir tóku þátt í göngunni. Ekki batnaði það þegar ég var spurður hvað ég væri að gera þarna. Kynbundið ofbeldi virðist nefnilega vera kvennamál og hér er rétt að taka fram að það voru kvenskörungar sem ég met mikils sem spurðu en ekki einhverjir gamlir karlfauskar. Nýverið héldu Ungir jafnaðarmenn tvo fundi þar sem fjallað var um dapurleg mál, annars vegar um kynbundið ofbeldi og hins vegar mansal. Fundirnir heppnuðust vel sem slíkir en helstu niðurstöður voru svo sláandi að rétt er að birta þær hér: • Rúmlega 22.000 konur á Íslandi hafa verið beittar alvarlegu kynferðislegu ofbeldi • Gera má ráð fyrir því að fimmta hver stúlka undir 18 ára aldri sé misnotuð kynferðislega • Tíundi hver strákur undir 18 ára aldri er misnotaður kynferðislega • Þriðja hver kona á Íslandi segist hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi • Götuvændi á Íslandi er að aukast • Alla vega 59 konur hafa verið fórnarlömb mansals hérlendis skv. rannsóknum og líklega eru þær mun fleiri 22.000 íslenskar konur hafa orðið fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Tuttugu og tvö þúsund. Þetta er auðvitað ekkert annað en faraldur. Og samkvæmt því sem maður heyrir er aðgerðaáætlun, sem unnin var fyrir örfáum árum vegna kynbundins ofbeldis, ekki virk. Kannski er skýringa meðal annars að leita í því viðhorfi sem tekur á móti manni þegar mætt er í göngu á borð við þá sem nefnd var í upphafi þ.e. að kynbundið ofbeldi sé bara kvennamál. Í langflestum tilfellum eru það karlar sem nauðga. Það er því miður staðreynd og það er þess vegna sem ég geri mér far um að fara yfir götuna þegar ég er einn úti að ganga að kvöldi til og mæti konu sem er líka ein. Hvað þarf að breytast í samfélaginu til þess að konur þurfi ekki að óttast að mæta karlmanni á gangi og ég þurfi ekki að labba yfir götuna? Svarið er auðvitað ekki einfalt en ég vil nefna tvennt sérstaklega í þessu samhengi. Annars vegar að það er ákaflega mikilvægt að stjórnsýslan geri sér samhæfða aðgerðaáætlun um kynbundið ofbeldi á svipaðan hátt og gert var í kringum mansal og hefur sannað gildi sitt nýlega. Og ekki bara útbúa áætlunina, heldur vinna eftir henni. Þá er ekki síður mikilvægt að við karlar sýnum jafn mikinn áhuga á þessum málaflokki og konur og látum ekki þar við sitja heldur sýnum hann líka í verki. Og þá er komið að kjarna þessa bréfs til þín kæri kynbróðir: Taktu þátt! Sýndu í verki að þér sé ekki sama um þessi mál. 22.000 konur. Þetta eru mæður okkar, dætur, systur, frænkur og vinkonur. Og við þetta bætast líka synir okkar, feður, bræður, frændur og vinir. Þetta er ekki einkamál 50% þjóðarinnar. Þetta er óásættanlegt samfélagsmein. Bræður, hvar sem við stöndum í pólitík, hvar sem við stöndum í samfélaginu, sýnum að við höfum áhuga á raunverulegu jafnrétti! Þetta er þjóðfélagsmein sem okkur ber siðferðisleg skylda til að uppræta. Bróðir, taktu þátt. Stöðvum kynbundið ofbeldi! Höfundur er varaformaður Ungra jafnaðarmanna.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar