Opið bréf til karlmanna 5. desember 2009 06:00 Kæri bróðir. Miðvikudaginn 25. nóvember fór ég í göngu. Þetta var góð ganga, bjartsýni, blöðrur og stjörnuljós einkenndu hana en það var annað sem ég staldraði við. Það var sú staðreynd að aðeins örfáir karlmenn tóku þátt í henni. Kannski hefði það ekki skipt öllu máli ef ekki hefði verið um að ræða göngu gegn kynbundnu ofbeldi. Ég varð hugsi yfir því hversu fáir kynbræður mínir tóku þátt í göngunni. Ekki batnaði það þegar ég var spurður hvað ég væri að gera þarna. Kynbundið ofbeldi virðist nefnilega vera kvennamál og hér er rétt að taka fram að það voru kvenskörungar sem ég met mikils sem spurðu en ekki einhverjir gamlir karlfauskar. Nýverið héldu Ungir jafnaðarmenn tvo fundi þar sem fjallað var um dapurleg mál, annars vegar um kynbundið ofbeldi og hins vegar mansal. Fundirnir heppnuðust vel sem slíkir en helstu niðurstöður voru svo sláandi að rétt er að birta þær hér: • Rúmlega 22.000 konur á Íslandi hafa verið beittar alvarlegu kynferðislegu ofbeldi • Gera má ráð fyrir því að fimmta hver stúlka undir 18 ára aldri sé misnotuð kynferðislega • Tíundi hver strákur undir 18 ára aldri er misnotaður kynferðislega • Þriðja hver kona á Íslandi segist hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi • Götuvændi á Íslandi er að aukast • Alla vega 59 konur hafa verið fórnarlömb mansals hérlendis skv. rannsóknum og líklega eru þær mun fleiri 22.000 íslenskar konur hafa orðið fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Tuttugu og tvö þúsund. Þetta er auðvitað ekkert annað en faraldur. Og samkvæmt því sem maður heyrir er aðgerðaáætlun, sem unnin var fyrir örfáum árum vegna kynbundins ofbeldis, ekki virk. Kannski er skýringa meðal annars að leita í því viðhorfi sem tekur á móti manni þegar mætt er í göngu á borð við þá sem nefnd var í upphafi þ.e. að kynbundið ofbeldi sé bara kvennamál. Í langflestum tilfellum eru það karlar sem nauðga. Það er því miður staðreynd og það er þess vegna sem ég geri mér far um að fara yfir götuna þegar ég er einn úti að ganga að kvöldi til og mæti konu sem er líka ein. Hvað þarf að breytast í samfélaginu til þess að konur þurfi ekki að óttast að mæta karlmanni á gangi og ég þurfi ekki að labba yfir götuna? Svarið er auðvitað ekki einfalt en ég vil nefna tvennt sérstaklega í þessu samhengi. Annars vegar að það er ákaflega mikilvægt að stjórnsýslan geri sér samhæfða aðgerðaáætlun um kynbundið ofbeldi á svipaðan hátt og gert var í kringum mansal og hefur sannað gildi sitt nýlega. Og ekki bara útbúa áætlunina, heldur vinna eftir henni. Þá er ekki síður mikilvægt að við karlar sýnum jafn mikinn áhuga á þessum málaflokki og konur og látum ekki þar við sitja heldur sýnum hann líka í verki. Og þá er komið að kjarna þessa bréfs til þín kæri kynbróðir: Taktu þátt! Sýndu í verki að þér sé ekki sama um þessi mál. 22.000 konur. Þetta eru mæður okkar, dætur, systur, frænkur og vinkonur. Og við þetta bætast líka synir okkar, feður, bræður, frændur og vinir. Þetta er ekki einkamál 50% þjóðarinnar. Þetta er óásættanlegt samfélagsmein. Bræður, hvar sem við stöndum í pólitík, hvar sem við stöndum í samfélaginu, sýnum að við höfum áhuga á raunverulegu jafnrétti! Þetta er þjóðfélagsmein sem okkur ber siðferðisleg skylda til að uppræta. Bróðir, taktu þátt. Stöðvum kynbundið ofbeldi! Höfundur er varaformaður Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Kæri bróðir. Miðvikudaginn 25. nóvember fór ég í göngu. Þetta var góð ganga, bjartsýni, blöðrur og stjörnuljós einkenndu hana en það var annað sem ég staldraði við. Það var sú staðreynd að aðeins örfáir karlmenn tóku þátt í henni. Kannski hefði það ekki skipt öllu máli ef ekki hefði verið um að ræða göngu gegn kynbundnu ofbeldi. Ég varð hugsi yfir því hversu fáir kynbræður mínir tóku þátt í göngunni. Ekki batnaði það þegar ég var spurður hvað ég væri að gera þarna. Kynbundið ofbeldi virðist nefnilega vera kvennamál og hér er rétt að taka fram að það voru kvenskörungar sem ég met mikils sem spurðu en ekki einhverjir gamlir karlfauskar. Nýverið héldu Ungir jafnaðarmenn tvo fundi þar sem fjallað var um dapurleg mál, annars vegar um kynbundið ofbeldi og hins vegar mansal. Fundirnir heppnuðust vel sem slíkir en helstu niðurstöður voru svo sláandi að rétt er að birta þær hér: • Rúmlega 22.000 konur á Íslandi hafa verið beittar alvarlegu kynferðislegu ofbeldi • Gera má ráð fyrir því að fimmta hver stúlka undir 18 ára aldri sé misnotuð kynferðislega • Tíundi hver strákur undir 18 ára aldri er misnotaður kynferðislega • Þriðja hver kona á Íslandi segist hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi • Götuvændi á Íslandi er að aukast • Alla vega 59 konur hafa verið fórnarlömb mansals hérlendis skv. rannsóknum og líklega eru þær mun fleiri 22.000 íslenskar konur hafa orðið fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Tuttugu og tvö þúsund. Þetta er auðvitað ekkert annað en faraldur. Og samkvæmt því sem maður heyrir er aðgerðaáætlun, sem unnin var fyrir örfáum árum vegna kynbundins ofbeldis, ekki virk. Kannski er skýringa meðal annars að leita í því viðhorfi sem tekur á móti manni þegar mætt er í göngu á borð við þá sem nefnd var í upphafi þ.e. að kynbundið ofbeldi sé bara kvennamál. Í langflestum tilfellum eru það karlar sem nauðga. Það er því miður staðreynd og það er þess vegna sem ég geri mér far um að fara yfir götuna þegar ég er einn úti að ganga að kvöldi til og mæti konu sem er líka ein. Hvað þarf að breytast í samfélaginu til þess að konur þurfi ekki að óttast að mæta karlmanni á gangi og ég þurfi ekki að labba yfir götuna? Svarið er auðvitað ekki einfalt en ég vil nefna tvennt sérstaklega í þessu samhengi. Annars vegar að það er ákaflega mikilvægt að stjórnsýslan geri sér samhæfða aðgerðaáætlun um kynbundið ofbeldi á svipaðan hátt og gert var í kringum mansal og hefur sannað gildi sitt nýlega. Og ekki bara útbúa áætlunina, heldur vinna eftir henni. Þá er ekki síður mikilvægt að við karlar sýnum jafn mikinn áhuga á þessum málaflokki og konur og látum ekki þar við sitja heldur sýnum hann líka í verki. Og þá er komið að kjarna þessa bréfs til þín kæri kynbróðir: Taktu þátt! Sýndu í verki að þér sé ekki sama um þessi mál. 22.000 konur. Þetta eru mæður okkar, dætur, systur, frænkur og vinkonur. Og við þetta bætast líka synir okkar, feður, bræður, frændur og vinir. Þetta er ekki einkamál 50% þjóðarinnar. Þetta er óásættanlegt samfélagsmein. Bræður, hvar sem við stöndum í pólitík, hvar sem við stöndum í samfélaginu, sýnum að við höfum áhuga á raunverulegu jafnrétti! Þetta er þjóðfélagsmein sem okkur ber siðferðisleg skylda til að uppræta. Bróðir, taktu þátt. Stöðvum kynbundið ofbeldi! Höfundur er varaformaður Ungra jafnaðarmanna.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar