Innlent

Haldið sofandi í öndunarvél eftir líkamsárás

Maður á þrítugsaldri liggur sofandi í öndunarvél eftir að ráðist var á hann í Lækjargötunni á fimmta tímanum í nótt.

Til átaka kom við leigubíl við strætóskýlið á móti Stjórnarráðinu og fékk lögreglan tilkynningu um atburðinn um klukkan korter í fimm í nótt. Sá sem ráðist var á var fluttur á slysadeild með höfuðáverka. Þar er honum haldið sofandi í öndunarvél.

Lögreglan leitar nú karlmanns og konu sem tengjast málinu, en til þeirra sást ganga vestur Hafnarstræti. Óskað er eftir að þau gefi sig fram og jafnframt að þeir sem kunna að hafa orðið vitni að málinu. Þeir eru beðnir um að hringja í síma lögreglunnar 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×